Hugðust breyta MÍ vegna kulda á Akureyri en urðu að hætta við Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:01 Sindri Hrafn Guðmundsson er skráður til keppni í spjótkasti á MÍ. FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Vegna kuldaspár á sunnudag stóð til að allt mótið færi fram á morgun en stjórn Frjálsíþróttasambandsins varð að draga þá ákvörðun til baka. Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér. Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Sjá meira
Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Sjá meira