„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 15:50 Reynir Traustason í dómsal, í málaferlum við Arnþrúði Karlsdóttir, ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Þeir vilja áfrýja málinu en Landsréttur snéri við dómi héraðs í meiðyrðamáli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu. vísir/vilhelm Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun. Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun.
Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira