Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 17:01 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn tveimur konum. Vísir/Hanna Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm mannsins úr tólf mánuðum í átján mánuði en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um miskabætur stóð. Maðurinn var gert að greiða annarri konunni, A, 1,7 milljónir í miskabætur og hinni, B, 200 þúsund krónur. Málin má rekja aftur til ársins 2019 þegar maðurinn veittist að fyrrverandi kærustu sinni á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn með ofbeldi. Atvikið gerðist aðfaranótt 19. október 2019 þar sem maðurinn veitti konunni, A, ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði hennar en einnig að búk. Maðurinn reif í hár hennar, tók hana hálstaki og þrengdi að öndunarvegi hennar sem til þess var falið að setja hana í lífshættu samkvæmt dómnum. Konan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð, yfirborðsáverka og maráverka víðs vegar um líkamann. Þá veittist hann einnig að konunni aðfaranótt 8. september sama ár í Keflavík þar sem hann sló hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á andlit. Töldust þessi brot einnig brot á barnaverndarlögum þar sem hún var ekki orðin 18 ára gömul. Þá var maðurinn sakaður um að hafa þann 24. júlí 2019 veist með ofbeldi að fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður, B, í bifreið sem maðurinn ók áleiðis í Heiðmörk, slegið og gripið í hana og eftir að hann stöðvaði bifreiðina tekið farsíma hennar og sparkað honum út fyrir veg þannig að síminn eyðilagðist. Hann var ekki sakfelldur fyrir þennan ákærulið. Hann var þó sakfelldur fyrir að hafa ítrekað sent barnsmóður sinni hótanir í gegn um samskiptaforritið Snapchat, sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Hann sendi henni: „Ég lem þig í stöppu“; „Ég tek þig og lem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem“; og „Þú gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu, Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur [reiður] þangað til ég sé ig og þa sleppi ég henni ut á þig“.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent