Fyrirskipa förgun tuga milljóna skammta af bóluefni Janssen Árni Sæberg skrifar 11. júní 2021 22:54 Þetta glas bóluefnis er líklega ekki framleitt af Emergent BioSolutions.EFE/ETIENNE LAURENT Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að fyrirtækið sem framleiðir bóluefni fyrir Janssen í Bandaríkjunum skuli farga fleiri milljónum skammta. Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira