Innlent

Bjarni lang­efstur og Jón Gunnars­son í öðru sæti eftir fyrstu tölur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Jón Gunnarsson er í öðru sæti þegar fyrstu tölur hafa verið birtar.
Jón Gunnarsson er í öðru sæti þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. Vísir/Vilhelm

Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar.

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, er í fyrsta sæti, en hann var sá eini sem sóttist eftir því sæti í kjördæminu. Í þriðja sæti eftir fyrstu tölur er Bryndís Haraldsdóttir þingmaður en Óli Björn Kárason þingmaður í því fjórða.

Þegar kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld höfðu um 4.700 manns greitt atkvæði, eftir því sem fram kom í beinu streymi á Facebook-síðu flokksins, þar sem fyrstu tölur voru lesnar upp. Þá höfðu 1419 atkvæði verið talin.

Hér að neðan má sjá hvernig sex efstu raðast:

Í fyrsta sæti með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson.

Í öðru sæti með 371 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson.

Í þriðja sæti með 474 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir.

Í fjórða sæti með 587 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason.

Í fimmta sæti með 696 í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson.

Í sjötta sæti með 787 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann.

Næstu tölur verða tilkynntar klukkan níu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×