Innlent

Bryn­dís í öðru sæti eftir nýjustu tölur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bryndís Haraldsdóttir er í öðru sæti samkvæmt nýjustu tölum.
Bryndís Haraldsdóttir er í öðru sæti samkvæmt nýjustu tölum. Vísir/Vilhelm

Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, er í fyrsta sætinu. Hann var sá eini sem sóttist eftir því sæti. Alls hafa 2.984 atkvæði af um 4.700 verið talin.

Jón Gunnarsson er nú í því þriðja, þar sem Bryndís var eftir fyrstu tölur. Aðrar breytingar hafa ekki orðið á uppröðun efstu sex, sem sjá má hér að neðan: 

Í fyrsta sæti með 2.441 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson.

Í öðru sæti með 793 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Bryndís Haraldsdóttir.

Í þriðja sæti með 996 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Jón Gunnarsson.

Í fjórða sæti með 1.232 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason.

Í fimmta sæti með 1.425 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson.

Í sjötta sæti með 1.680 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann.


Tengdar fréttir

Röð við kjör­stað þegar stutt er í lokun

Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×