Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Andri Gíslason skrifar 14. júní 2021 22:04 Rúnar og lögregluvarðstjórinn Pétur léttir og ljúfir. vísir/hulda Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira