Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 10:26 Hafró kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í dag. Vísir/Egill Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%. Sjávarútvegur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%.
Sjávarútvegur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira