Segist hafa fallið á lyfjaprófi vegna þess að hún borðaði svínakjöt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Shelby Houlihan komst í úrslit í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum. getty/Stephen McCarthy Bandaríska hlaupakonan Shelby Houlihan hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna notkunar ólöglegra lyfja. Hún segir að vefja með svínakjöti sem hún borðaði kvöldið fyrir lyfjaprófið hafi orsakað það að hún féll á því. Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sjá meira
Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn