Evrópumeistararnir byrja á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2021 17:55 Cristiano Ronaldo varð í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM. EPA-EFE/Tibor Illyes Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal byrja Evrópumótið með 3-0 sigri á Ungverjalandi. Liðin eru í dauðariðlinum, F-riðli, ásamt heimsmeisturum Frakka og Þjóðverjum. Lokatölur leiksins gefa ekki alveg rétta mynd af leik dagsins. Þó Evrópumeistarar Portúgal hafi fengið fullt af fínum færum í fyrri hálfleik þá fundu þeir enga leið framhjá Péter Gulácsi í marki Ungverjalands. Þá skaut Ronaldo yfir í úrvalsfæri og staðan því markalaus í hálfleik. Í þeim síðari var það sama upp á teningnum og var staðan enn markalaus þegar 84 mínútur voru komnar á klukkuna. Raphaël Guerreiro náði þá skoti á markið eftir sókn Portúgals upp hægra megin, skotið fór í Willi Orbán og lak í netið. Ungverjar voru greinilega í sjokki því Orbán fékk dæmda á sig vítaspyrnu örskömmu síðar. Ronaldo sjálfur fór á punktinn og þrumaði knettinum í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin ráðin. Með því marki varð Ronaldo markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM en hann tók þar með fram úr Michel Platini. - Cristiano Ronaldo is the 1st player to reach double figures in EURO goals scored10 - @Cristiano (+1)9 - Michel Platini 7 - Alan Shearer #EURO2020 #HUNPOR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 15, 2021 Ronaldo var þó hvergi hættur en hann bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Portúgals í uppbótartíma leiksins. Virtist sem um rangstöðu væri að ræða en þegar markið var endursýnt sást að Ronaldo var réttstæður og markið stóð. Lokatölur því 3-0 Evrópumeisturum Portúgals í vil. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal byrja Evrópumótið með 3-0 sigri á Ungverjalandi. Liðin eru í dauðariðlinum, F-riðli, ásamt heimsmeisturum Frakka og Þjóðverjum. Lokatölur leiksins gefa ekki alveg rétta mynd af leik dagsins. Þó Evrópumeistarar Portúgal hafi fengið fullt af fínum færum í fyrri hálfleik þá fundu þeir enga leið framhjá Péter Gulácsi í marki Ungverjalands. Þá skaut Ronaldo yfir í úrvalsfæri og staðan því markalaus í hálfleik. Í þeim síðari var það sama upp á teningnum og var staðan enn markalaus þegar 84 mínútur voru komnar á klukkuna. Raphaël Guerreiro náði þá skoti á markið eftir sókn Portúgals upp hægra megin, skotið fór í Willi Orbán og lak í netið. Ungverjar voru greinilega í sjokki því Orbán fékk dæmda á sig vítaspyrnu örskömmu síðar. Ronaldo sjálfur fór á punktinn og þrumaði knettinum í netið, staðan orðin 2-0 og úrslitin ráðin. Með því marki varð Ronaldo markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM en hann tók þar með fram úr Michel Platini. - Cristiano Ronaldo is the 1st player to reach double figures in EURO goals scored10 - @Cristiano (+1)9 - Michel Platini 7 - Alan Shearer #EURO2020 #HUNPOR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 15, 2021 Ronaldo var þó hvergi hættur en hann bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Portúgals í uppbótartíma leiksins. Virtist sem um rangstöðu væri að ræða en þegar markið var endursýnt sást að Ronaldo var réttstæður og markið stóð. Lokatölur því 3-0 Evrópumeisturum Portúgals í vil. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti