Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Jakob Bjarnar skrifar 17. júní 2021 09:01 Fjölmargir reyndir þingmenn og fyrrverandi ráðherrar kveðja þingið og mæta ekki aftur á næsta kjörtímabili, fyrirsjáanlega. Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. Þannig eru fyrirliggjandi verulegar mannabreytingar á þingmannaliðinu. Stjórnmálaflokkarnir eru mislangt komnir með að raða á lista sína fyrir komandi Alþingiskosningar en línur eru að einhverju leyti farnar að skýrast. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi og þá fer ríkisstjórn Katrínar Jakobs frá en hún samanstendur af Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þrettán stjórnmálasamtökum hefur verið úthlutaður bókstafur fyrir komandi kosningar en óvíst er um sum framboð. Átta flokkar eiga fulltrúa á þingi sem stendur. Af prófkjörum og átökum um uppstillingar má ráða að talsvert fleiri vilja á þing en komast. Þeim hópi Alþingismanna sem eru að fara frá borði má skipta gróflega í tvo hópa: Þeir sem eru að fara af fúsum og frjálsum vilja og svo þeir sem hafa ekki fengið framgang innan eigin raða í prófkjöri og/eða hjá uppstillingarnefndum. Einn þaulsetnasti þingmaðurinn á förum Fremstur meðal jafningja sem nú lætur af störfum og kveður fyrir fullt og fast hlýtur að teljast Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, þingmaður Norðurlands eystra. Steingrímur kvaddi með ræðu á þinginu áður en það fór í sumarfrí nú á dögunum. Vandfundir eru þaulsetnari þingmenn en Steingrímur. Hann var á þingi fyrir Alþýðubandalagið 1983-2003 og fyrir Vg frá 2003 lengstum sem formaður flokksins sem hann stofnaði en Katrín Jakobsdóttir tók við þeirri stöðu og var kosin rússneskri kosningu 2013 eftir að fyrir lá að Steingrímur gæfi ekki kost á sér, sem reyndist þjóðráð því enginn skyldi efast um kjörþokka Katrínar. Frá setningu Alþingis. Steingrímur fremstur í flokki, forystusauður í sinni hjörð og leiðir hana til þings.vísir/vilhelm Klókindum stjórnmálamannsins Steingríms er við brugðið en talsverð hyggindi þarf til að halda sér þetta lengi á þinginu í öllum þeim ólgusjó. Ferill Steingríms er magnaður: Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013. Forseti Alþingis 2016–2017. 1. varaforseti Alþingis 2017, starfsforseti 2017 og forseti Alþingis síðan 2017. Er talið að núverandi stjórnarsamstarf hafi ekki síst verið undan hans rifjum runnið. Aðrir reyndir þingmenn einnig á förum En Steingrímur er ekki eini reyndi þingmaðurinn sem er á förum. Þannig gaf flokksbróðir hans Ari Trausti Guðmundsson það út að hann ætlaði ekki að fara fram en hann komst óvænt á þing sem fulltrúi Vg á Suðurlandi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur en mjög hefur gustað um Kristján Þór vegna Samherjamálsins og hefur hann mælst í könnunum langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þétt setinn bekkurinn á þingi. Þarna er verið að ræða samgönguáætlun og Karl Gauti Hjaltason er í ræðustól. Ekki liggur fyrir hvort hann muni halda áfram eða ekki, á næsta kjörtímabili.vísir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi gerði það einnig sem og Gunnar Bragi Sveinsson sem situr nú fyrir Miðflokkinn á þingi. Hann er hættur en Gunnar Bragi hefur það meðal annars á CV-inu sínu að hafa setið sem utanríkisráðherra í stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eru þá ótaldir Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson og Smári McCarthy. Enginn þeirra ætlar að gefa kost á sér fyrir komandi Alþingiskosningar. Og þá gaf Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar það út að hún sækist ekki eftir endurkjöri sem þingmaður en hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn. Og sama máli gegnir um flokksbróður hennar Guðjón S. Brjánsson þingmann Samfylkingarinnar, hann gaf ekki gefa kost á sér í flokksvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Að endingu er það Þórunn Egilsdóttir sem lengi hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi; hún greindi frá því í byrjun árs að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri vegna veikinda. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður áfram en Kristján Þór Júlíusson er meðal þeirra sem eru á förum. Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2007, heilbrigðisráðherra 2013–2017, mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2017 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2017. Þetta kjörtímabil hefur reynst Kristjáni erfitt og hann hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.vísir/vilhelm Þeir sem vildu en verða líklega ekki þingmenn áfram Listi yfir þá sem vilja en fá ekki, að því gefnu að niðurstaða kosninganna verði nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum, er lengri. Ekki er ofsagt að Samfylkingin hafi átt í hinu mesta brasi við að raða á sína lista. Einskonar könnun fór fram innan hópsins og að teknu tilliti til hennar raðaði uppstillingarnefnd svo á lista. Ágúst Ólafur Ágústsson komst ekki lifandi úr þeirri kvörn og hefur hann gefið það út að hann vilji ekki það sæti sem honum var ætlað, en það hefði ekki tryggt honum sæti á þinginu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur tekið áhættu, færði sig úr Norðvesturkjördæmi til Reykjavíkur og sest þar í sæti á lista sem ekki gaf þingsæti í síðustu kosningum. Nafni hans Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kemst ekki heldur inn á þing þó Páll sé farinn frá borði. Hann er í 3. sæti á lista eftir þeim sem slógust um oddvitasætið: Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni. Eins og frægt er orðið hefur Brynjar Níelsson ákveðið að ljúka keppni eftir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er því á förum sem og Guðmundur Andri Thorsson. Uppstillingarnefnd setti þennan oddvita Samfylkingarinnar í 2. sætið á eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gefur ekki þingsæti að teknu tilliti til síðustu niðurstöðu, eins og áður sagði. Einhver skrautlegasti þingmaður kjörtímabilsins sem senn lýkur er Brynjar Níelsson. Hann hefur lýst því yfir að hann sé hættur eftir óhagstæða útkomu úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann situr hér milli Viðreisnarmannanna Jóns Seindórs Valdimarssonar sem á ekki víst þingsæti og Þorsteins Víglundssonar sem kvaddi þingið á kjörtímabilinu.vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson þingmaður í Viðreisn er á förum miðað við áður gefnar forsendur en uppstillingarnefnd flokksins stillir honum í annað sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vg, hafði ekki hugsað sér að hætta. En hann, eins og reyndar flestir þingmenn Vg, fór flatt í prófkjöri. Hann sóttist eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi, því hinu sama og Ari Trausti steig úr, en var hafnað. Eftir miklar áskoranir félaga sinna í flokknum og umhugsun ákvað hann að gefa kost á sér í prófkjöri í Reykjavík en ákvað að draga sig frá því eftir að mál er honum tengist kom fyrir aganefnd flokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir er annað dæmi um þingmann Vg sem ekki hlaut náð fyrir augum þeirra sem tóku þátt í prófkjöri flokksins Norðvesturkjördæmi. Hvort sem þar ráða mótmæli grasrótarinnar vegna umdeilds ríkisstjórnarsamstarfsins eða eitthvað annað. Hún tapaði þar fyrir Bjarna Jónssyni sveitarstjórnarmanni. Hún hefur þegið annað sætið eins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í Norðaustur sem tapaði í oddvitaslag í sínu kjördæmi. En öfugt við Bjarkey þýðir 2. sæti Vg í NV ekki þingsæti. Flokkaflakkararnir setja strik í reikninginn Eftir að hið alræmda Klausturmál komst í hámæli gerðist það að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru hreinlega reknir úr Flokki fólksins. Þeir höfðu setið að sumbli með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins, Gunnari Braga Sveinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur en undirliggjandi var einmitt sú ætlan þeirra Miðflokksmanna að tæla þá yfir til sín. Og sú varð einmitt niðurstaðan hvort sem þar voru að verki tilviljunarkenndar aðstæður eða snilldarplott Sigmundar Davíðs alla leið. Ekki liggur fyrir hvort þeir tveir verða þingmenn á næsta kjörtímabili, þá á lista Miðflokksins eða ekki. Fyrsti Þingflokksfundur Miðflokksins með nýjum mönnum.vísir/vilhelm Öðru máli gegnir um þau Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Andrés Inga Jónsson. Rósa Björk skipar 2. sætið á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og Andrés Ingi 2. sætið á lista Pírata í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Samkvæmt síðustu kosningum, en við það er miðað, þýðir það þingsæti á næsta kjörtímabili. Þingmenn á förum Fleiri breytingar gætu svo verið í farvatninu. Til að mynda verður um næstu helgi prófkjör Sjálfsstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar eigast við núverandi oddviti kjördæmisins, Haraldur Benediktsson og varaformaður og ráðherra flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Haraldur hefur gefið það út að ef hann lýtur í lægra haldi fyrir henni muni hann segja þetta gott og vilji þá snúa sér að öðru. Hann gæti þannig bæst við þann hóp sem hér hefur verið tíundaður. Þá þingmenn sem hætta, að þeim forsendum gefnum að niðurstaða kosninga verði nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum – en það verður hún fyrirsjáanlega ekki ef litið er til skoðanakannana – má finna á lista hér neðar. Kannanir gefa til kynna að Sósíalistar muni koma fólki að í þingsalinn sem mun riðla samsetningunni og ljóst er að Flokkur fólksins á í vök að verjast; hugsanlega dettur hann alfarið af þinginu ef marka má þessar sömu kannanir. Stjarna er sett við nöfn þeirra sem eru að fara af „fúsum og frjálsum vilja“. *Albertína Friðbjörg Elíasdóttir *Ari Trausti Guðmundsson Ágúst Ólafur Ágústsson Ásmundur Einar Daðason Brynjar Níelsson *Guðjón S. Brjánsson Guðmundur Andri Thorsson *Gunnar Bragi Sveinsson *Helgi Hrafn Gunnarsson *Jón Þór Ólafsson Jón Steindór Valdimarsson Kolbeinn Óttarsson Proppé *Kristján Þór Júlíusson Lilja Rafney Magnúsdóttir *Páll Magnússon Sigríður Á. Andersen *Smári McCarthy *Steingrímur J. Sigfússon *Þórunn Egilsdóttir Vildi ekki verða samdauna þinginu Eins og áður sagði vilja margir á þing en eins og hér hefur verið rakið eru þó nokkrir sem nú eru að hætta af fúsum og frjálsum vilja. Hvernig má það vera? Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn þeirra og féllst hann góðfúslega á að útskýra hvað réði þeirri ákvörðun. Smári segist aldrei hafa ætlað sér að staldra of lengi við í pólitík. „Ég vildi frekar bara skila mínu og koma mér burt áður en ég yrði of samdauna. Held ég hafi náð einhverjum árangri, en núna er tímabært að fara að gera eitthvað annað. Sem óforbetranlegur tölvulúði með vaxandi áhuga á vistfræði er ég með nokkrar hugmyndir sem ég held að verði brjálað áhugavert að láta reyna á.“ Smári í ræðupúlti Alþingis. Hann fer yfir reynslu sína af þingmennskunni og segir meðal annars hana vera æfingu í að velja sér sitt eigið ævintýri.vísir/vilhelm Smári á ekki langan feril að baki sem þingmaður, ekki til þess að gera en hann settist á þing 2016. Því er ekki úr vegi að spyrja hann hvað hafi komið mest á óvart? „Það kom svolítið á óvart hversu lítið kom á óvart í þessu starfi. Alþingi er auðvitað bara vinnustaður þar sem fólk er að reyna að vinna og koma hlutum í verk, en munurinn er kannski helst að þetta verður að einhverri barnalegri liðakeppni þar sem allir eru að reyna að plata hvorn annan. Ég hef aldrei áður unnið á vinnustað þar sem maður þarf að ganga út frá því að fólk sé að ljúga að manni. Ég hef aldrei fílað þann part.“ Ekki margir húðlatir á þingi þó þeir finnist En stærri partur vinnunnar, að sögn Smára, sem sést mjög lítið, er hversu mikið maður fær að lesa og kafa ofan í mál sem manni hefði aldrei dottið í hug að kynna sér. „Eins og útfærsluatriði í fríverslunarsamningum, hvernig reiknireglurnar virka í bankakerfinu og þannig. Ég nærist alveg á þeim nördaskap. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkt ─ og kannski kom eitthvað á óvart hversu stór lesstaflinn er alltaf, og hann minnkar aldrei.“ Talað hefur verið um að skipulag þingsins taki mið af búskaparháttum fyrri tíma; þingmenn sem gjarnan voru bændur, þurftu að komast í sauðburð og mættu svo á þing að loknum réttum. Þetta sem svo margt annað hefur ekki verið uppfært hvað skipulag varðar en þingmenn benda jafnan á að starf þeirra felist ekki bara í að taka til máls á þingfundum. Eða hvað, er þetta þá ekki þægileg innivinna með löngum fríum eins og margir vilja meina? „Þingmennska er æfing í að velja sér sitt eigið ævintýri. Engir tveir þingmenn vinna nákvæmlega eins; það er bæði sérhæfing í gangi og mismunandi áherslur. Sumir týnast ofan í útfærsluatriðum, aðrir stunda bara kaffiboð. Það er algjörlega hægt að vera þingmaður og vera hauglatur, en það eru það ekki margir sem gera það, sem betur fer.“ Smári segir að það finnist harðduglegt fólk í öllum flokkum. „Hjá langflestum er þetta miklu meira en full vinna, hellings álag, og tryllt mikil fjölbreytni. Suma daga er ég mest að lesa umsagnir og skjöl, suma daga að skrifa eitthvað; oftast er maður á viðstöðulausum fundum, en stundum á þeysireið um heiminn að gæta hagsmuna Íslands. Í rauninni er mjög lítill hluti vinnunnar sem á sér stað inni í þingsal fyrir allra augum.“ Meira hlutverk en starf Með öðrum orðum, þetta er ekki eins mikið letidjobb og margur vill ætla? „Nei, ekki nema í afmörkuðum tilfellum. Það er hægt að vinna alla tíma allra daga, og starfið mun éta mann ef maður tekur sér ekki frítíma ─ sem ég hef orðið betri í að gera eftir því sem á líður. Þetta er líka meira hlutverk en starf. Ósjaldan sem maður fær símhringingar um helgar eða fólk stoppar mann úti í búð og vill ræða um eitthvað sem varð skyndilega mjög aðkallandi. Maður reynir að vera til taks, en maður reynir líka að muna að eiga frítíma.“ Smári stýrir fundi Þingmannanefndar EFTA í Utanríkisráðuneyti Suður Kóreu.aðsend Smári segist ekki komast hjá því, í þessu samhengi, að hugsa til myndar sem hann á í fórum sínum. Hún sýnir hann stýra fundi Þingmannanefndar EFTA í Utanríkisráðuneyti Suður Kóreu. „Svona eins og maður gerir.“ Það hefur verið eitthvað? „Þetta var biluð vika. Langir dagar, maður keyrði sig áfram á streitu og kaffi, og hrundi svo niður eftir síðasta fundinn á föstudeginum.“ Völd eru verkfæri og veldur hver á heldur En kjörin eru ljómandi fín? Hvað eru þingmenn að fá útborgað? „Kjörin eru á margan hátt mjög góð. Ég hef ekki þorað að reikna þetta sem tímakaup, enda dagarnir stundum mjög langir á þinginu, en sumarfríið sömuleiðis langt á móti. Ég held að enginn geti kvartað, sérstaklega ekki í landi þar sem lágmarkslaun eru um fjórðungur af þingfararkaupi. Smári stimplar sig út, hættur, farinn og reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Það hafa það flestir verra en þingmenn. Ég held að það breyti litlu fyrir mig sjálfan að vera ekki lengur á þingfararkaupi ─ hafði meiri tekjur áður en ég fór á þing, en hef líka lifað á svo til engum tekjum stóran hluta ævinnar.“ Og svo er þetta með hið óræða hugtak – völdin – þau væntanlega kitla? „Ég vildi geta sagt að mér væri skítsama um völd, en völd eru verkfæri sem er hægt að nota til að koma góðum hlutum í verk. En satt að segja eru þessi verkfæri oft ofmetin, því völd felast ekki í titlum og snobbuðum statusleikjum, heldur í því hvað maður getur raunverulega gert í þeirri stöðu sem maður er hverju sinni. Mér finnst gaman að koma hlutum í verk og skila árangri þegar ég er að vinna, og mér finnst þingmannstitillinn og þau völd sem þingmennsku fylgir meira hafa þvælst fyrir ef eitthvað er ─ þau ríma ekki við það hvernig ég er sem persóna.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þannig eru fyrirliggjandi verulegar mannabreytingar á þingmannaliðinu. Stjórnmálaflokkarnir eru mislangt komnir með að raða á lista sína fyrir komandi Alþingiskosningar en línur eru að einhverju leyti farnar að skýrast. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi og þá fer ríkisstjórn Katrínar Jakobs frá en hún samanstendur af Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þrettán stjórnmálasamtökum hefur verið úthlutaður bókstafur fyrir komandi kosningar en óvíst er um sum framboð. Átta flokkar eiga fulltrúa á þingi sem stendur. Af prófkjörum og átökum um uppstillingar má ráða að talsvert fleiri vilja á þing en komast. Þeim hópi Alþingismanna sem eru að fara frá borði má skipta gróflega í tvo hópa: Þeir sem eru að fara af fúsum og frjálsum vilja og svo þeir sem hafa ekki fengið framgang innan eigin raða í prófkjöri og/eða hjá uppstillingarnefndum. Einn þaulsetnasti þingmaðurinn á förum Fremstur meðal jafningja sem nú lætur af störfum og kveður fyrir fullt og fast hlýtur að teljast Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, þingmaður Norðurlands eystra. Steingrímur kvaddi með ræðu á þinginu áður en það fór í sumarfrí nú á dögunum. Vandfundir eru þaulsetnari þingmenn en Steingrímur. Hann var á þingi fyrir Alþýðubandalagið 1983-2003 og fyrir Vg frá 2003 lengstum sem formaður flokksins sem hann stofnaði en Katrín Jakobsdóttir tók við þeirri stöðu og var kosin rússneskri kosningu 2013 eftir að fyrir lá að Steingrímur gæfi ekki kost á sér, sem reyndist þjóðráð því enginn skyldi efast um kjörþokka Katrínar. Frá setningu Alþingis. Steingrímur fremstur í flokki, forystusauður í sinni hjörð og leiðir hana til þings.vísir/vilhelm Klókindum stjórnmálamannsins Steingríms er við brugðið en talsverð hyggindi þarf til að halda sér þetta lengi á þinginu í öllum þeim ólgusjó. Ferill Steingríms er magnaður: Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013. Forseti Alþingis 2016–2017. 1. varaforseti Alþingis 2017, starfsforseti 2017 og forseti Alþingis síðan 2017. Er talið að núverandi stjórnarsamstarf hafi ekki síst verið undan hans rifjum runnið. Aðrir reyndir þingmenn einnig á förum En Steingrímur er ekki eini reyndi þingmaðurinn sem er á förum. Þannig gaf flokksbróðir hans Ari Trausti Guðmundsson það út að hann ætlaði ekki að fara fram en hann komst óvænt á þing sem fulltrúi Vg á Suðurlandi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur en mjög hefur gustað um Kristján Þór vegna Samherjamálsins og hefur hann mælst í könnunum langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þétt setinn bekkurinn á þingi. Þarna er verið að ræða samgönguáætlun og Karl Gauti Hjaltason er í ræðustól. Ekki liggur fyrir hvort hann muni halda áfram eða ekki, á næsta kjörtímabili.vísir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi gerði það einnig sem og Gunnar Bragi Sveinsson sem situr nú fyrir Miðflokkinn á þingi. Hann er hættur en Gunnar Bragi hefur það meðal annars á CV-inu sínu að hafa setið sem utanríkisráðherra í stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Eru þá ótaldir Píratarnir Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson og Smári McCarthy. Enginn þeirra ætlar að gefa kost á sér fyrir komandi Alþingiskosningar. Og þá gaf Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar það út að hún sækist ekki eftir endurkjöri sem þingmaður en hún eignaðist nýverið sitt fyrsta barn. Og sama máli gegnir um flokksbróður hennar Guðjón S. Brjánsson þingmann Samfylkingarinnar, hann gaf ekki gefa kost á sér í flokksvali flokksins í Norðvesturkjördæmi. Að endingu er það Þórunn Egilsdóttir sem lengi hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi; hún greindi frá því í byrjun árs að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri vegna veikinda. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður áfram en Kristján Þór Júlíusson er meðal þeirra sem eru á förum. Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2007, heilbrigðisráðherra 2013–2017, mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2017 og svo sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2017. Þetta kjörtímabil hefur reynst Kristjáni erfitt og hann hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir endurkjöri.vísir/vilhelm Þeir sem vildu en verða líklega ekki þingmenn áfram Listi yfir þá sem vilja en fá ekki, að því gefnu að niðurstaða kosninganna verði nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum, er lengri. Ekki er ofsagt að Samfylkingin hafi átt í hinu mesta brasi við að raða á sína lista. Einskonar könnun fór fram innan hópsins og að teknu tilliti til hennar raðaði uppstillingarnefnd svo á lista. Ágúst Ólafur Ágústsson komst ekki lifandi úr þeirri kvörn og hefur hann gefið það út að hann vilji ekki það sæti sem honum var ætlað, en það hefði ekki tryggt honum sæti á þinginu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur tekið áhættu, færði sig úr Norðvesturkjördæmi til Reykjavíkur og sest þar í sæti á lista sem ekki gaf þingsæti í síðustu kosningum. Nafni hans Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kemst ekki heldur inn á þing þó Páll sé farinn frá borði. Hann er í 3. sæti á lista eftir þeim sem slógust um oddvitasætið: Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Vilhjálmi Árnasyni. Eins og frægt er orðið hefur Brynjar Níelsson ákveðið að ljúka keppni eftir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er því á förum sem og Guðmundur Andri Thorsson. Uppstillingarnefnd setti þennan oddvita Samfylkingarinnar í 2. sætið á eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gefur ekki þingsæti að teknu tilliti til síðustu niðurstöðu, eins og áður sagði. Einhver skrautlegasti þingmaður kjörtímabilsins sem senn lýkur er Brynjar Níelsson. Hann hefur lýst því yfir að hann sé hættur eftir óhagstæða útkomu úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann situr hér milli Viðreisnarmannanna Jóns Seindórs Valdimarssonar sem á ekki víst þingsæti og Þorsteins Víglundssonar sem kvaddi þingið á kjörtímabilinu.vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson þingmaður í Viðreisn er á förum miðað við áður gefnar forsendur en uppstillingarnefnd flokksins stillir honum í annað sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vg, hafði ekki hugsað sér að hætta. En hann, eins og reyndar flestir þingmenn Vg, fór flatt í prófkjöri. Hann sóttist eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi, því hinu sama og Ari Trausti steig úr, en var hafnað. Eftir miklar áskoranir félaga sinna í flokknum og umhugsun ákvað hann að gefa kost á sér í prófkjöri í Reykjavík en ákvað að draga sig frá því eftir að mál er honum tengist kom fyrir aganefnd flokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir er annað dæmi um þingmann Vg sem ekki hlaut náð fyrir augum þeirra sem tóku þátt í prófkjöri flokksins Norðvesturkjördæmi. Hvort sem þar ráða mótmæli grasrótarinnar vegna umdeilds ríkisstjórnarsamstarfsins eða eitthvað annað. Hún tapaði þar fyrir Bjarna Jónssyni sveitarstjórnarmanni. Hún hefur þegið annað sætið eins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í Norðaustur sem tapaði í oddvitaslag í sínu kjördæmi. En öfugt við Bjarkey þýðir 2. sæti Vg í NV ekki þingsæti. Flokkaflakkararnir setja strik í reikninginn Eftir að hið alræmda Klausturmál komst í hámæli gerðist það að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru hreinlega reknir úr Flokki fólksins. Þeir höfðu setið að sumbli með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins, Gunnari Braga Sveinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur en undirliggjandi var einmitt sú ætlan þeirra Miðflokksmanna að tæla þá yfir til sín. Og sú varð einmitt niðurstaðan hvort sem þar voru að verki tilviljunarkenndar aðstæður eða snilldarplott Sigmundar Davíðs alla leið. Ekki liggur fyrir hvort þeir tveir verða þingmenn á næsta kjörtímabili, þá á lista Miðflokksins eða ekki. Fyrsti Þingflokksfundur Miðflokksins með nýjum mönnum.vísir/vilhelm Öðru máli gegnir um þau Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Andrés Inga Jónsson. Rósa Björk skipar 2. sætið á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og Andrés Ingi 2. sætið á lista Pírata í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Samkvæmt síðustu kosningum, en við það er miðað, þýðir það þingsæti á næsta kjörtímabili. Þingmenn á förum Fleiri breytingar gætu svo verið í farvatninu. Til að mynda verður um næstu helgi prófkjör Sjálfsstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar eigast við núverandi oddviti kjördæmisins, Haraldur Benediktsson og varaformaður og ráðherra flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Haraldur hefur gefið það út að ef hann lýtur í lægra haldi fyrir henni muni hann segja þetta gott og vilji þá snúa sér að öðru. Hann gæti þannig bæst við þann hóp sem hér hefur verið tíundaður. Þá þingmenn sem hætta, að þeim forsendum gefnum að niðurstaða kosninga verði nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum – en það verður hún fyrirsjáanlega ekki ef litið er til skoðanakannana – má finna á lista hér neðar. Kannanir gefa til kynna að Sósíalistar muni koma fólki að í þingsalinn sem mun riðla samsetningunni og ljóst er að Flokkur fólksins á í vök að verjast; hugsanlega dettur hann alfarið af þinginu ef marka má þessar sömu kannanir. Stjarna er sett við nöfn þeirra sem eru að fara af „fúsum og frjálsum vilja“. *Albertína Friðbjörg Elíasdóttir *Ari Trausti Guðmundsson Ágúst Ólafur Ágústsson Ásmundur Einar Daðason Brynjar Níelsson *Guðjón S. Brjánsson Guðmundur Andri Thorsson *Gunnar Bragi Sveinsson *Helgi Hrafn Gunnarsson *Jón Þór Ólafsson Jón Steindór Valdimarsson Kolbeinn Óttarsson Proppé *Kristján Þór Júlíusson Lilja Rafney Magnúsdóttir *Páll Magnússon Sigríður Á. Andersen *Smári McCarthy *Steingrímur J. Sigfússon *Þórunn Egilsdóttir Vildi ekki verða samdauna þinginu Eins og áður sagði vilja margir á þing en eins og hér hefur verið rakið eru þó nokkrir sem nú eru að hætta af fúsum og frjálsum vilja. Hvernig má það vera? Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er einn þeirra og féllst hann góðfúslega á að útskýra hvað réði þeirri ákvörðun. Smári segist aldrei hafa ætlað sér að staldra of lengi við í pólitík. „Ég vildi frekar bara skila mínu og koma mér burt áður en ég yrði of samdauna. Held ég hafi náð einhverjum árangri, en núna er tímabært að fara að gera eitthvað annað. Sem óforbetranlegur tölvulúði með vaxandi áhuga á vistfræði er ég með nokkrar hugmyndir sem ég held að verði brjálað áhugavert að láta reyna á.“ Smári í ræðupúlti Alþingis. Hann fer yfir reynslu sína af þingmennskunni og segir meðal annars hana vera æfingu í að velja sér sitt eigið ævintýri.vísir/vilhelm Smári á ekki langan feril að baki sem þingmaður, ekki til þess að gera en hann settist á þing 2016. Því er ekki úr vegi að spyrja hann hvað hafi komið mest á óvart? „Það kom svolítið á óvart hversu lítið kom á óvart í þessu starfi. Alþingi er auðvitað bara vinnustaður þar sem fólk er að reyna að vinna og koma hlutum í verk, en munurinn er kannski helst að þetta verður að einhverri barnalegri liðakeppni þar sem allir eru að reyna að plata hvorn annan. Ég hef aldrei áður unnið á vinnustað þar sem maður þarf að ganga út frá því að fólk sé að ljúga að manni. Ég hef aldrei fílað þann part.“ Ekki margir húðlatir á þingi þó þeir finnist En stærri partur vinnunnar, að sögn Smára, sem sést mjög lítið, er hversu mikið maður fær að lesa og kafa ofan í mál sem manni hefði aldrei dottið í hug að kynna sér. „Eins og útfærsluatriði í fríverslunarsamningum, hvernig reiknireglurnar virka í bankakerfinu og þannig. Ég nærist alveg á þeim nördaskap. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkt ─ og kannski kom eitthvað á óvart hversu stór lesstaflinn er alltaf, og hann minnkar aldrei.“ Talað hefur verið um að skipulag þingsins taki mið af búskaparháttum fyrri tíma; þingmenn sem gjarnan voru bændur, þurftu að komast í sauðburð og mættu svo á þing að loknum réttum. Þetta sem svo margt annað hefur ekki verið uppfært hvað skipulag varðar en þingmenn benda jafnan á að starf þeirra felist ekki bara í að taka til máls á þingfundum. Eða hvað, er þetta þá ekki þægileg innivinna með löngum fríum eins og margir vilja meina? „Þingmennska er æfing í að velja sér sitt eigið ævintýri. Engir tveir þingmenn vinna nákvæmlega eins; það er bæði sérhæfing í gangi og mismunandi áherslur. Sumir týnast ofan í útfærsluatriðum, aðrir stunda bara kaffiboð. Það er algjörlega hægt að vera þingmaður og vera hauglatur, en það eru það ekki margir sem gera það, sem betur fer.“ Smári segir að það finnist harðduglegt fólk í öllum flokkum. „Hjá langflestum er þetta miklu meira en full vinna, hellings álag, og tryllt mikil fjölbreytni. Suma daga er ég mest að lesa umsagnir og skjöl, suma daga að skrifa eitthvað; oftast er maður á viðstöðulausum fundum, en stundum á þeysireið um heiminn að gæta hagsmuna Íslands. Í rauninni er mjög lítill hluti vinnunnar sem á sér stað inni í þingsal fyrir allra augum.“ Meira hlutverk en starf Með öðrum orðum, þetta er ekki eins mikið letidjobb og margur vill ætla? „Nei, ekki nema í afmörkuðum tilfellum. Það er hægt að vinna alla tíma allra daga, og starfið mun éta mann ef maður tekur sér ekki frítíma ─ sem ég hef orðið betri í að gera eftir því sem á líður. Þetta er líka meira hlutverk en starf. Ósjaldan sem maður fær símhringingar um helgar eða fólk stoppar mann úti í búð og vill ræða um eitthvað sem varð skyndilega mjög aðkallandi. Maður reynir að vera til taks, en maður reynir líka að muna að eiga frítíma.“ Smári stýrir fundi Þingmannanefndar EFTA í Utanríkisráðuneyti Suður Kóreu.aðsend Smári segist ekki komast hjá því, í þessu samhengi, að hugsa til myndar sem hann á í fórum sínum. Hún sýnir hann stýra fundi Þingmannanefndar EFTA í Utanríkisráðuneyti Suður Kóreu. „Svona eins og maður gerir.“ Það hefur verið eitthvað? „Þetta var biluð vika. Langir dagar, maður keyrði sig áfram á streitu og kaffi, og hrundi svo niður eftir síðasta fundinn á föstudeginum.“ Völd eru verkfæri og veldur hver á heldur En kjörin eru ljómandi fín? Hvað eru þingmenn að fá útborgað? „Kjörin eru á margan hátt mjög góð. Ég hef ekki þorað að reikna þetta sem tímakaup, enda dagarnir stundum mjög langir á þinginu, en sumarfríið sömuleiðis langt á móti. Ég held að enginn geti kvartað, sérstaklega ekki í landi þar sem lágmarkslaun eru um fjórðungur af þingfararkaupi. Smári stimplar sig út, hættur, farinn og reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Það hafa það flestir verra en þingmenn. Ég held að það breyti litlu fyrir mig sjálfan að vera ekki lengur á þingfararkaupi ─ hafði meiri tekjur áður en ég fór á þing, en hef líka lifað á svo til engum tekjum stóran hluta ævinnar.“ Og svo er þetta með hið óræða hugtak – völdin – þau væntanlega kitla? „Ég vildi geta sagt að mér væri skítsama um völd, en völd eru verkfæri sem er hægt að nota til að koma góðum hlutum í verk. En satt að segja eru þessi verkfæri oft ofmetin, því völd felast ekki í titlum og snobbuðum statusleikjum, heldur í því hvað maður getur raunverulega gert í þeirri stöðu sem maður er hverju sinni. Mér finnst gaman að koma hlutum í verk og skila árangri þegar ég er að vinna, og mér finnst þingmannstitillinn og þau völd sem þingmennsku fylgir meira hafa þvælst fyrir ef eitthvað er ─ þau ríma ekki við það hvernig ég er sem persóna.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira