Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 19:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira