Hollendingar öruggir í 16-liða úrslit eftir sterkan sigur gegn Austurríki 17. júní 2021 20:56 Donyell Malen og Denzel Dumfries fagna öðru marki Hollendinga í kvöld. ANP Sport via Getty Images Hollendingar tóku á móti Austurríkismönnum í Amsterdam í seinasta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu. Bæði lið komu inn í leikinn með þrjú stig, og 2-0 sigur Hollendinga þýðir það að þeir eru komnir langleiðina með að vinna C-riðilinn. Þó að leikurinn hafi ekki boðið upp á mörg opin marktækifæri í kvöld þá voru það Hollendingar sem voru heilt yfir sterkari aðilinn. Til að mynda áttu Austurríkismenn ekki marktilraun fyrr en að rétt um tíu mínútur voru til leiksloka. Það tók Hollendinga ekki nema rétt rúmar tíu mínútur að brjóta ísinn. David Alaba fékk þá boltann inn í eigin vítateig, en fyrsta snerting hans var allt of þung og Denzel Dumfries náði honum á vítateigshorninu. Alaba virtist brjóta á Dumfries en dómari leiksins ver ekki sammála því. Eftir myndbandsskoðum var þó ákveðið að dæma vítaspyrnu. Memphis Depay fór á punktinn fyrir Hollendinga og hann skoraði af miklu öryggi og kom sínum mönnum í 1-0. Depay makes no mistake from the spot #EURO2020 pic.twitter.com/8nKNwxiSJu— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Hollendingar héldu áfram að stjórna leiknum fram að hálfleik, en náðu ekki að finna netmöskvana áður en flautað var til leikhlés. Á 67.mínútu tvöfölduðu Hollendingar forystu sína. Donyell Malen fékk þá boltann í góðri skyndisókn og var sloppinn í gegn. Í stað þess að skjóta sjálfur sýndi hann mikla óeigingirni og fann Denzel Dumfries sem var einn fyrir opnu marki. GOAL! Netherlands 2-0 Austria (Dumfries 67')#EURO2020 | #NED pic.twitter.com/WV1da2zYNN— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Það voru því Hollendingar sem kláruðu sterkan 2-0 sigur og er því á toppi C-riðils með sex stig. Austurríkismenn mæta Úkraínu í seinasta leik riðilsins, og það lið sem vinnur þann leik tryggir farseðilinn upp úr riðlinum. EM 2020 í fótbolta
Hollendingar tóku á móti Austurríkismönnum í Amsterdam í seinasta leik dagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu. Bæði lið komu inn í leikinn með þrjú stig, og 2-0 sigur Hollendinga þýðir það að þeir eru komnir langleiðina með að vinna C-riðilinn. Þó að leikurinn hafi ekki boðið upp á mörg opin marktækifæri í kvöld þá voru það Hollendingar sem voru heilt yfir sterkari aðilinn. Til að mynda áttu Austurríkismenn ekki marktilraun fyrr en að rétt um tíu mínútur voru til leiksloka. Það tók Hollendinga ekki nema rétt rúmar tíu mínútur að brjóta ísinn. David Alaba fékk þá boltann inn í eigin vítateig, en fyrsta snerting hans var allt of þung og Denzel Dumfries náði honum á vítateigshorninu. Alaba virtist brjóta á Dumfries en dómari leiksins ver ekki sammála því. Eftir myndbandsskoðum var þó ákveðið að dæma vítaspyrnu. Memphis Depay fór á punktinn fyrir Hollendinga og hann skoraði af miklu öryggi og kom sínum mönnum í 1-0. Depay makes no mistake from the spot #EURO2020 pic.twitter.com/8nKNwxiSJu— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Hollendingar héldu áfram að stjórna leiknum fram að hálfleik, en náðu ekki að finna netmöskvana áður en flautað var til leikhlés. Á 67.mínútu tvöfölduðu Hollendingar forystu sína. Donyell Malen fékk þá boltann í góðri skyndisókn og var sloppinn í gegn. Í stað þess að skjóta sjálfur sýndi hann mikla óeigingirni og fann Denzel Dumfries sem var einn fyrir opnu marki. GOAL! Netherlands 2-0 Austria (Dumfries 67')#EURO2020 | #NED pic.twitter.com/WV1da2zYNN— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Það voru því Hollendingar sem kláruðu sterkan 2-0 sigur og er því á toppi C-riðils með sex stig. Austurríkismenn mæta Úkraínu í seinasta leik riðilsins, og það lið sem vinnur þann leik tryggir farseðilinn upp úr riðlinum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti