Aukin vernd þolenda mansals Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 13:37 Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um mansal hefur verið samþykkt. Vísir/Vilhelm Eitt síðustu verka Alþingis á kjörtímabilinu sem leið var að samþykkja breytingu á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal. Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum var samþykkt á síðasta degi þingsins í síðustu viku. Markmið lagabreytingarinnar er að bæta vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum. Lagabreytingin stuðlar að aukinni samræmingu löggjafar við lagaþróun á Norðurlöndunum. Þá er breytingin liður í því standa við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda sem þau hafa tekist á hendur með því að fullgilda alþjóðlega samninga sem hafa það að markmiði að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Víðtækar aðgerðir gegn mansali Í tengslum við lagabreytinguna voru í dag kynntar víðtækar aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Upplýsingum um mansal hefur verið bætt inn á vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Þar geta þolendur leitað sérhæfðrar hjálpar og ráðgjafar og aðrir aflað sér upplýsinga um einkenni mansals og leitað úrræða ef grunur er um að einstaklingur sé þolandi mansals. Hægt er að fá samband við neyðarvörð sem virkjar viðbragð þeirra sem veita þolendum mansals aðstoð og leiðbeinir áfram til þeirra úrræða sem standa þolendum og öðrum til boða þegar kemur að mansali. Unnið er að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála sem og rannsókn þeirra. Þá hefur hópurinn það markmið að miðla reynslu og þekkingu til lögreglumanna og sækjenda á landinu öllu og halda utan um tölfræði og stöðuna um mansal í íslensku réttarvörslukerfi. Tveggja ára vinna á bak við aðgerðirnar Aðgerðirnar eru meðal annars árangur af vinnu samráðshóps stjórnvalda um mansal sem hefur unnið að því að innleiða áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Áherslurnar voru fyrst kynntar í mars 2019 en komast nú til fullra framkvæmda. „Breyting á ákvæði almennra hegningarlaga liðkar fyrir því að mál er varða grun um mansal fái framgang innan réttarvörslukerfisins og gerendur sæti refsingu fyrir þessi alvarlegu brot. Með því treystum við enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir mansal vera hluta af skipulagðri brotastarfsemi og að mikilvægt sé að styrkja lögregluna faglega séð svo hún geti tekist á við sífellt flóknari brot sem tengjast mansali. „Þessar aðgerðir eru mikilvæg skref í rétta átt,“ segir hann að lokum. Alþingi Vændi Tengdar fréttir Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum var samþykkt á síðasta degi þingsins í síðustu viku. Markmið lagabreytingarinnar er að bæta vernd þolenda mansals og auðvelda málsókn á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir brotunum. Lagabreytingin stuðlar að aukinni samræmingu löggjafar við lagaþróun á Norðurlöndunum. Þá er breytingin liður í því standa við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda sem þau hafa tekist á hendur með því að fullgilda alþjóðlega samninga sem hafa það að markmiði að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi og mansali. Víðtækar aðgerðir gegn mansali Í tengslum við lagabreytinguna voru í dag kynntar víðtækar aðgerðir gegn mansali á Íslandi. Upplýsingum um mansal hefur verið bætt inn á vefgátt Neyðarlínunnar, 112.is. Þar geta þolendur leitað sérhæfðrar hjálpar og ráðgjafar og aðrir aflað sér upplýsinga um einkenni mansals og leitað úrræða ef grunur er um að einstaklingur sé þolandi mansals. Hægt er að fá samband við neyðarvörð sem virkjar viðbragð þeirra sem veita þolendum mansals aðstoð og leiðbeinir áfram til þeirra úrræða sem standa þolendum og öðrum til boða þegar kemur að mansali. Unnið er að stofnun ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála sem og rannsókn þeirra. Þá hefur hópurinn það markmið að miðla reynslu og þekkingu til lögreglumanna og sækjenda á landinu öllu og halda utan um tölfræði og stöðuna um mansal í íslensku réttarvörslukerfi. Tveggja ára vinna á bak við aðgerðirnar Aðgerðirnar eru meðal annars árangur af vinnu samráðshóps stjórnvalda um mansal sem hefur unnið að því að innleiða áherslur stjórnvalda í aðgerðum gegn mansali og annars konar hagnýtingu. Áherslurnar voru fyrst kynntar í mars 2019 en komast nú til fullra framkvæmda. „Breyting á ákvæði almennra hegningarlaga liðkar fyrir því að mál er varða grun um mansal fái framgang innan réttarvörslukerfisins og gerendur sæti refsingu fyrir þessi alvarlegu brot. Með því treystum við enn frekar vernd þolenda mansals, ekki síst kvenna og barna,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um lagabreytinguna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, segir mansal vera hluta af skipulagðri brotastarfsemi og að mikilvægt sé að styrkja lögregluna faglega séð svo hún geti tekist á við sífellt flóknari brot sem tengjast mansali. „Þessar aðgerðir eru mikilvæg skref í rétta átt,“ segir hann að lokum.
Alþingi Vændi Tengdar fréttir Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25 Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44 Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. 28. júní 2017 10:25
Telja vændiskonur hér á landi gerðar út af aðilum frá Austur-Evrópu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur það sem af er ári yfirheyrt 48 meinta vændiskaupendur. Allt árið í fyrra voru þeir aðeins níu talsins. Grunur leikur á að um mansal sé að ræða í einhverjum tilfellum. 2. júlí 2019 18:44
Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu ári hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. 3. október 2018 11:53