Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 13:28 Russian President Vladimir Putin, left, and U.S President Joe Biden shake hands during their meeting at the 'Villa la Grange' in Geneva, Switzerland in Geneva, Switzerland, Wednesday, June 16, 2021. (AP Photo/Alexander Zemlianichenko, Pool) AP/Alexander Zemlianitsjenkó Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky
Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira