Fundur forsetanna laus við „fjandskap“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 16:56 Biden og Pútín sitja fyrir myndum í sveitasetri nærri Genf þar sem þeir funduðu í dag. AP/Denis Balibouse Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var. Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust. Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Mikil spenna sem verið í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands undanfarin ár og litlar væntingar voru gerðar til þess að fundur Biden og Pútín á sveitasetri við Genf í Sviss bæri mikinn árangur. Að fundi loknum sagði Pútín að viðræðurnar hefðu verið „nokkuð uppbyggilegar“ og enginn „fjandskapur“ hefði verið á milli þeirra Biden. „Mat okkar á mörgum málum er ólíkt en að mínu mati sýndu báðir aðilar fram á vilja til að skilja hvor annan og leita leiða til að ná saman,“ sagði Pútín. Þegar uppi var staðið stóð fundur forsetanna yfir í innan við þrjár klukkustundir. Seinni hluti fundarins átti að vera tvískiptur með stuttu hléi en ekkert varð af síðari hlutanum, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetarnir tveir héldu ekki sameiginlegan blaðamannafund að viðræðunum loknum. Þegar Pútín ræddi einn við blaðamenn sagði hann að þeir Biden hefði náð samkomulagi um að taka aftur upp viðræður um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem hafa verið í nokkru uppnámi undanfarin misseri. Einnig ákváðu forsetarnir að senda sendiherra sína til baka. Rússar kölluðu sendiherra sinn í Washington-borg heim eftir að Biden lýsti Pútín sem „morðingja“ fyrir um þremur mánuðum. Bandaríski sendiherrann yfirgaf Moskvu eftir að rússnesk stjórnvöld sögðu að hann ætti að snúa heim til skrafs og ráðagerða við Bandaríkjastjórn fyrir um tveimur mánuðum. Wow. An ABC reporter is called upon for a question, tells Putin, "the list of your political opponents who are dead, imprisoned, or jailed is long," and asks, "what are you so afraid of?" Putin doesn't exactly reject the premise of her question. pic.twitter.com/xaILsr9CMZ— Aaron Rupar (@atrupar) June 16, 2021 „Við hvað ertu svona hræddur?“ Fátt var um svör hjá Pútín þegar fréttakona bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar spurði hann út í langan lista pólitískra andstæðinga hans sem væru ýmist látnir eða fangelsaðir. „Við hvað ertu svona hræddur?“ var spurning hennar til Pútín. Reyndi Pútín enn og aftur að drepa spurningunni á dreif með því að tala um viðbrögð bandarískra yfirvalda við árás stuðningsamanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Í meðförum Pútín hafi bandarísk yfirvöld skilgreint fólk „með kröfur“ sem glæpamenn og hótað þeim áralöngu fangelsi. Hundruð manna sem réðust inn í þinghúsið hafa verið sótt til saka í Bandaríkjunum. Í árásinni réðst múgur að lögreglumönnum og slösuðu marga þeirra, suma alvarlega. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í átökunum og tveir aðrir sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Lörgreglumenn skutu einn árásarmannanna til bana. Stjórn Pútín hefur aftur á móti verið sökuð um að standa að morðum og tilræðum við andófsfólk, stjórnarandstæðinga og blaðamenn í gegnum tíðina. Nú síðast lýstu rússnesk stjórnvöld öflugustu samtök stjórnarandstöðunnar ólögleg öfgasamtök sem kemur í veg fyrir að félagar í þeim geti boðið sig fram til þingkosninga í haust.
Bandaríkin Rússland Sviss Joe Biden Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila