Hátíðarhöld um allt land Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 10:25 Það er mikið um dýrðir í miðbænum á 17. júní. Í dag fagna Íslendingar þjóðhátíðardegi sínum og fjölbreytt dagskrá verður um allt land. Dagskráin litast að nokkru leiti af þeim samkomutakmörkunum sem enn eru í gildi. Reykjavík Morgunathöfn á Austurvelli hefst klukkan ellefu og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem allir landsmenn geta fylgst með heima í stofu. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flytur ávarp og skátar standa heiðursvakt. Fyrir þá sem ætla að bregða sér út þá verður boðið upp á létta stemningu á milli klukkan 13:00 og 18:00 með aðstoð plötusnúða í Hljómskálagarði og á Klambratúni og gestir geta gætt sér á veitingum úr matarvögnum og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Hægt verður að heyra í lúðrasveitum Í miðborginni á milli klukkan 13:00 og 18:00, sirkuslistamenn, kórar, Listhópar Hins hússins og Götuleikhúsið bregða á leik víðsvegar um miðborgina til að skapa óvæntar upplifanir. Akureyri Klukkan 12.45 leggur skrúðganga Lúðrasveitar Akureyrar og Skátafélagsins Klakks af stað frá Hamarskotstúni, suður Þórunnarstrætið og sem leið liggur suður að Lystigarði. Í Lystigarði hefst hátíðardagskrá um klukkan 13:15. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur leikur, skátar hylla fánann og séra Guðrún Eggerts Þórudóttir flytur hugvekju. Sönghópur skipaður fulltrúum kóra á Eyjafjarðarsvæðinu syngur þjóðsönginn og félagar úr Yngri og Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja Sálminn um fuglinn eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Fjallkonan Inda Björk Gunnarsdóttur flytur ávarp og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs segir nokkur orð. Því næst munu nýstúdentar marsera um garðinn, Ronja ræningjadóttir stígur á stokk og loks verður boðið upp á tónleika með Tríói Akureyrar. Klukkan 15:00 býður áhöfnin á eikarbátnum Húna II til siglingar um Pollinn en hámarksfjöldi gesta um borð verður 70 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Vegna fjöldatakmarkana verður svæðinu við garðskálann í Lystigarðinum skipt í tvennt og hámarksfjöldi í hvoru hólfi er 300 manns. Kópavogur Þjóðhátíðardegi verður fagnað í Kópavogi með fimm hverfishátíðum, í og við menningarhúsin í Kópavogi, við Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn. Á meðal þeirra sem fram koma á hverfishátíðum við íþróttahúsin fjögur eru: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Dansskóli Birnu Björns, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og Hjálmar. Listamennirnir koma allir fram á tveimur mismunandi stöðum; dagskráin er því ólík á milli svæða. Við menningarhúsin verður dagskráin með öðru sniði, þar verður boðið upp á tónlistaratriði, draumafangarasmiðju, sirkussýningu og ævintýraþraut fyrir fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Hafnarfjörður Skrúðganga hefst frá Hraunbyrgi við Hjallabraut klukkan 13:00, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut og endar við Menntasetrið við lækinn. Fyrir gönguna getur fólk í þjóðbúningum safnast saman í Hraunbyrgi, en Annríki - þjóðbúningar og skart verður á svæðinu og aðstoðar þá sem gætu þurft aðstoð við að klæða sig frá klukkan 12:00. Við Menntasetrið við Lækinn mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila nokkur lög í lok skrúðgöngu, um klukkan 14:00. Fjölbreytt dagskrá verður í Hellisgerði, á Thorsplani, Hörðuvöllum, Víðistaðatúni, við íþróttahúsið við Strandgötu og Bókasafn Hafnarfjarðar. Akranes Skrúðganga hefst klukkan 14:15 frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut. Gengið verður að Akratorgi hvar hátíðardagskrá hefst klukkan 14:35. Fjallkona og Guðjón Brjánsson alþingismaður flytja ávörp áðpur en einvalalið skemmtikrafta stígur á stokk. Þar ber hæst Jón Jónsson og Bríeti tónlistarfólk. Garðabær Fjölbreytt dagskrá verður um allan bæinn. Hún hefst með skautun fjallkonu í búning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar og ávarpi Bjargar Fenger, forseta bæjarstjórnar sem sent verður út á facebooksíðu Garðabæjar. Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar býður fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins. Meðal annars verður boðið upp á danspartý á Garðatorgi, kanósiglingu og tónleika við Sjáland, tónlist í sundlaugum bæjarins og sýningu á Hönnunarsafninu. Hrafnseyri Eftir hefðinni verður mikið um dýrðir á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Dagskrá þar hefst klukkan 14:15 með setningu þjóðhátíðar. Bergþór Pálsson sér um tónlist og Elísabet Jökuls flytur hátíðarræðu. Boðið verður upp á rútuferð milli Ísafjarðar og Hrafnseyrar, fólki að kostnaðarlausu. Farið verður frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan 11:30 og aftur frá Hrafnseyri klukkan 17:00. 17. júní Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Reykjavík Morgunathöfn á Austurvelli hefst klukkan ellefu og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem allir landsmenn geta fylgst með heima í stofu. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flytur ávarp og skátar standa heiðursvakt. Fyrir þá sem ætla að bregða sér út þá verður boðið upp á létta stemningu á milli klukkan 13:00 og 18:00 með aðstoð plötusnúða í Hljómskálagarði og á Klambratúni og gestir geta gætt sér á veitingum úr matarvögnum og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Hægt verður að heyra í lúðrasveitum Í miðborginni á milli klukkan 13:00 og 18:00, sirkuslistamenn, kórar, Listhópar Hins hússins og Götuleikhúsið bregða á leik víðsvegar um miðborgina til að skapa óvæntar upplifanir. Akureyri Klukkan 12.45 leggur skrúðganga Lúðrasveitar Akureyrar og Skátafélagsins Klakks af stað frá Hamarskotstúni, suður Þórunnarstrætið og sem leið liggur suður að Lystigarði. Í Lystigarði hefst hátíðardagskrá um klukkan 13:15. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur leikur, skátar hylla fánann og séra Guðrún Eggerts Þórudóttir flytur hugvekju. Sönghópur skipaður fulltrúum kóra á Eyjafjarðarsvæðinu syngur þjóðsönginn og félagar úr Yngri og Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja Sálminn um fuglinn eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Fjallkonan Inda Björk Gunnarsdóttur flytur ávarp og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs segir nokkur orð. Því næst munu nýstúdentar marsera um garðinn, Ronja ræningjadóttir stígur á stokk og loks verður boðið upp á tónleika með Tríói Akureyrar. Klukkan 15:00 býður áhöfnin á eikarbátnum Húna II til siglingar um Pollinn en hámarksfjöldi gesta um borð verður 70 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Vegna fjöldatakmarkana verður svæðinu við garðskálann í Lystigarðinum skipt í tvennt og hámarksfjöldi í hvoru hólfi er 300 manns. Kópavogur Þjóðhátíðardegi verður fagnað í Kópavogi með fimm hverfishátíðum, í og við menningarhúsin í Kópavogi, við Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn. Á meðal þeirra sem fram koma á hverfishátíðum við íþróttahúsin fjögur eru: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Dansskóli Birnu Björns, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og Hjálmar. Listamennirnir koma allir fram á tveimur mismunandi stöðum; dagskráin er því ólík á milli svæða. Við menningarhúsin verður dagskráin með öðru sniði, þar verður boðið upp á tónlistaratriði, draumafangarasmiðju, sirkussýningu og ævintýraþraut fyrir fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Hafnarfjörður Skrúðganga hefst frá Hraunbyrgi við Hjallabraut klukkan 13:00, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut og endar við Menntasetrið við lækinn. Fyrir gönguna getur fólk í þjóðbúningum safnast saman í Hraunbyrgi, en Annríki - þjóðbúningar og skart verður á svæðinu og aðstoðar þá sem gætu þurft aðstoð við að klæða sig frá klukkan 12:00. Við Menntasetrið við Lækinn mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila nokkur lög í lok skrúðgöngu, um klukkan 14:00. Fjölbreytt dagskrá verður í Hellisgerði, á Thorsplani, Hörðuvöllum, Víðistaðatúni, við íþróttahúsið við Strandgötu og Bókasafn Hafnarfjarðar. Akranes Skrúðganga hefst klukkan 14:15 frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut. Gengið verður að Akratorgi hvar hátíðardagskrá hefst klukkan 14:35. Fjallkona og Guðjón Brjánsson alþingismaður flytja ávörp áðpur en einvalalið skemmtikrafta stígur á stokk. Þar ber hæst Jón Jónsson og Bríeti tónlistarfólk. Garðabær Fjölbreytt dagskrá verður um allan bæinn. Hún hefst með skautun fjallkonu í búning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar og ávarpi Bjargar Fenger, forseta bæjarstjórnar sem sent verður út á facebooksíðu Garðabæjar. Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar býður fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins. Meðal annars verður boðið upp á danspartý á Garðatorgi, kanósiglingu og tónleika við Sjáland, tónlist í sundlaugum bæjarins og sýningu á Hönnunarsafninu. Hrafnseyri Eftir hefðinni verður mikið um dýrðir á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Dagskrá þar hefst klukkan 14:15 með setningu þjóðhátíðar. Bergþór Pálsson sér um tónlist og Elísabet Jökuls flytur hátíðarræðu. Boðið verður upp á rútuferð milli Ísafjarðar og Hrafnseyrar, fólki að kostnaðarlausu. Farið verður frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan 11:30 og aftur frá Hrafnseyri klukkan 17:00.
17. júní Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira