Þrjár líkamsárásir og ofurölvi par á veitingastað með barn Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2021 06:11 Margir hafa sótt skemmtanalífið í vikunni. Vísir/Kolbeinn Tumi Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt og þurfti lögregla á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af nokkrum fjölda fólks vegna ölvunar. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um ofurölvi par með átta ára barn sitt á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Faðirinn var handtekinn og síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu fyrir brot á lögreglusamþykkt, en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og fleira. Segir að unnið hafi verið að málinu með Barnavernd. Um klukkan 23 var til um líkamsárás í hverfi 108. Þar hafði gestkomandi maður veitt húsráðanda, ungri konu, áverka og síðan stolið úlpu, símum og ýmsu fleiru, en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni. Í öðru tilvikinu hafði verið ráðist á tvo ölvaða menn og þeim veittir áverkar. Árásarmennirnir voru sagðir vera fimm eða sex, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu síðar var svo tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem árásarmennirnir voru sagðir vera tveir, en einnig þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Sá sem varð fyrir árásinni var með ljótan skurð á augabrún og fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ofurölvi stúlka handtekin Einnig segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi ofurölvi stúlka verið handtekin í hverfi 110, en hún er sögð hafa verið að tálma störf lögreglu, ekki farið að fyrirmælum og reynt að slá lögreglumann. Stúlkan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu, en lögreglumenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn fyrir að brjóta rúðu í bíl í miðborginni. Skömmu fyrir klukkan eitt var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli og brotið tvær eða þrjár tennur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um ofurölvi par með átta ára barn sitt á veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Faðirinn var handtekinn og síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu fyrir brot á lögreglusamþykkt, en hann hafði ekki farið að fyrirmælum lögreglu og fleira. Segir að unnið hafi verið að málinu með Barnavernd. Um klukkan 23 var til um líkamsárás í hverfi 108. Þar hafði gestkomandi maður veitt húsráðanda, ungri konu, áverka og síðan stolið úlpu, símum og ýmsu fleiru, en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni. Í öðru tilvikinu hafði verið ráðist á tvo ölvaða menn og þeim veittir áverkar. Árásarmennirnir voru sagðir vera fimm eða sex, en þeir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu síðar var svo tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem árásarmennirnir voru sagðir vera tveir, en einnig þeir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Sá sem varð fyrir árásinni var með ljótan skurð á augabrún og fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild Landspítala, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ofurölvi stúlka handtekin Einnig segir frá því að á öðrum tímanum í nótt hafi ofurölvi stúlka verið handtekin í hverfi 110, en hún er sögð hafa verið að tálma störf lögreglu, ekki farið að fyrirmælum og reynt að slá lögreglumann. Stúlkan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu, en lögreglumenn voru að aðstoða aðra ofurölvi stúlku. Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að maður í annarlegu ástandi hafi verið handtekinn fyrir að brjóta rúðu í bíl í miðborginni. Skömmu fyrir klukkan eitt var svo tilkynnt um mann sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli og brotið tvær eða þrjár tennur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira