Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. júní 2021 08:23 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Sjá meira
Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50
Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40