Króatar með bakið upp við vegg 18. júní 2021 18:00 Schick er markahæstur á EM með þrjú mörk. PA Images via Getty Images/Andrew Milligan Króatía og Tékkland skildu jöfn, 1-1, er liðin áttust við í bragðdaufum leik í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta síðdegis. Tékkar eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum en Króatar þurfa sigur á Skotum í lokaumferðinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð daufur en Tékkar þó sterkari aðilinn. Það benti fátt til þess að mark yrði skoðað í hálfleiknum þar til Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum. Dejan Lovren hafði þá stokkið upp í skallabolta með Patrik Schick, sóknarmanni Tékka, þar sem olnbogi þess fyrrnefnda lenti á nefi Schicks með þeim afleiðingum að fossblæddi úr nefi hans. Grande benti á punktinn eftir endurskoðun og steig ófrýnilegur, stokkbólginn Schick á punktinn. Hann skoraði af öryggi, sitt þriðja mark á mótinu, og fór aftur að fossblæða þegar hann fagnaði. 1-0 stóð í hléi og sá Zlatko Dalic, þjálfari Króata, að eitthvað þyrfti að breytast. Hann gerði tvöfalda skiptingu í hálfleiknum sem skiluðu strax árangri. Ivan Perisic jafnaði metin minna en tveimur mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiksins með þrumuskoti eftir að hann sótti inn á völlinn frá vinstri kantinum. Perisic skoraði þar með fyrsta mark Króata á mótinu. BANG! Peri i draws Croatia level with his 29th international goal #EURO2020 | #CRO pic.twitter.com/Qv9prWpXGX— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Eftir fjörugt upphaf síðari hálfleiksins fór leikurinn þó í samt horf. Fátt var um opnanir og ekkert um færi það sem eftir lifði leiks. Hvorugt liðanna lagði mikið upp úr því að setja mark í lokin og 1-1 urðu því sanngjarnt úrslit leiksins. Tékkar eru í vænlegri stöðu, með fjögur stig í riðlinum, eftir sigur sinn á Skotum í fyrstu umferðinni. Króatar töpuðu hins vegar fyrir Englandi og eru því aðeins með eitt stig. Króatar þurfa því nauðsynlega sigur á Skotum í lokaumferðinni til að halda vonum sínum um áframhaldandi keppni á lífi. Áður en að því kemur eiga Skotar leik við Englendinga í nágrannaslag á Wembley í Lundúnum. Sá hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Mörkin úr leik Tékka og Króata má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Króatía - Tékkland EM 2020 í fótbolta
Króatía og Tékkland skildu jöfn, 1-1, er liðin áttust við í bragðdaufum leik í D-riðli Evrópumótsins í fótbolta síðdegis. Tékkar eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum en Króatar þurfa sigur á Skotum í lokaumferðinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð daufur en Tékkar þó sterkari aðilinn. Það benti fátt til þess að mark yrði skoðað í hálfleiknum þar til Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum. Dejan Lovren hafði þá stokkið upp í skallabolta með Patrik Schick, sóknarmanni Tékka, þar sem olnbogi þess fyrrnefnda lenti á nefi Schicks með þeim afleiðingum að fossblæddi úr nefi hans. Grande benti á punktinn eftir endurskoðun og steig ófrýnilegur, stokkbólginn Schick á punktinn. Hann skoraði af öryggi, sitt þriðja mark á mótinu, og fór aftur að fossblæða þegar hann fagnaði. 1-0 stóð í hléi og sá Zlatko Dalic, þjálfari Króata, að eitthvað þyrfti að breytast. Hann gerði tvöfalda skiptingu í hálfleiknum sem skiluðu strax árangri. Ivan Perisic jafnaði metin minna en tveimur mínútum eftir að flautað var til síðari hálfleiksins með þrumuskoti eftir að hann sótti inn á völlinn frá vinstri kantinum. Perisic skoraði þar með fyrsta mark Króata á mótinu. BANG! Peri i draws Croatia level with his 29th international goal #EURO2020 | #CRO pic.twitter.com/Qv9prWpXGX— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Eftir fjörugt upphaf síðari hálfleiksins fór leikurinn þó í samt horf. Fátt var um opnanir og ekkert um færi það sem eftir lifði leiks. Hvorugt liðanna lagði mikið upp úr því að setja mark í lokin og 1-1 urðu því sanngjarnt úrslit leiksins. Tékkar eru í vænlegri stöðu, með fjögur stig í riðlinum, eftir sigur sinn á Skotum í fyrstu umferðinni. Króatar töpuðu hins vegar fyrir Englandi og eru því aðeins með eitt stig. Króatar þurfa því nauðsynlega sigur á Skotum í lokaumferðinni til að halda vonum sínum um áframhaldandi keppni á lífi. Áður en að því kemur eiga Skotar leik við Englendinga í nágrannaslag á Wembley í Lundúnum. Sá hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Mörkin úr leik Tékka og Króata má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Króatía - Tékkland
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti