Íhuga að færa undanúrslitin sem og úrslitaleikinn sjálfan til Ungverjalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 13:01 Úrslitaleikur EM á að fara fram á Wembley en UEFA íhugar nú að færa leikinn sem og undanúrslitaleikina til Ungverjalands. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, íhugar nú þann möguleika á að færa báða undanúrslitaleiki EM sem og úrslitaleik keppninnar frá Englandi til Ungverjalands haldist sóttvarnarreglur í Englandi óbreyttar. Eins og staðan er í dag eiga báðir undanúrslitaleikir keppninnar og úrslitaleikurinn sjálfur að fara fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Undanúrslitin fara fram 6. og 7. júlí og mótinu lýkur svo þann 11. júlí. Áætlað var að rýmka sóttvarnarreglur í Bretlandi öllu þann 21. júní. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú tekið þá ákvörðun að fresta þeirri ákvörðun um fjórar vikur vegna stöðu kórónuveirunnar í landinu. Það þýðir að ferðamenn sem koma til Englands - og Bretlandseyja - þurfa að fara í tíu daga sóttkví eins og staðan er í dag. Ministers are discussing a proposal to exempt Uefa and Fifa officials, politicians, sponsors and broadcasters from having to self-isolate on arrival despite concerns that this could lead to an increase in coronavirus infections https://t.co/1vtLKScqI2— The Times (@thetimes) June 18, 2021 UEFA reynir nú að ná samkomulag við Boris og heilbrigðisyfirvöld um að stuðningsfólk þeirra liða sem komast í undanúrslit og úrslit fái undanþágu frá téðum reglum. Stefnt er að takmarka dvöl þeirra í landinu, allir yrðu skimaðir við komuna til landsins og myndu aðeins fá leyfi til að ferðast á Wembley og til baka. Þá væri öllum gert að yfirgefa England strax að leik loknum. Samkvæmt heimildum The Times skoðar UEFA nú að færa leikina á Puskás-völlinn í Búdapest í Ungverjalandi fari svo að undanþágur fáist ekki fyrir stuðningsfólk. Fari svo að leikirnir verði spilaðir í Ungverjalandi er ljóst að mun fleiri gætu mætt á þá heldur en ef leikirnir færu fram á Wembley. Puskás-völlurinn tók á móti 60 þúsund manns er Ungverjaland og Portúgal mættust í riðlakeppninni en engar samkomutakmarkanir eru í Ungverjalandi á meðan aðeins 22.500 manns mega mæta á Wembley. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Eins og staðan er í dag eiga báðir undanúrslitaleikir keppninnar og úrslitaleikurinn sjálfur að fara fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Undanúrslitin fara fram 6. og 7. júlí og mótinu lýkur svo þann 11. júlí. Áætlað var að rýmka sóttvarnarreglur í Bretlandi öllu þann 21. júní. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú tekið þá ákvörðun að fresta þeirri ákvörðun um fjórar vikur vegna stöðu kórónuveirunnar í landinu. Það þýðir að ferðamenn sem koma til Englands - og Bretlandseyja - þurfa að fara í tíu daga sóttkví eins og staðan er í dag. Ministers are discussing a proposal to exempt Uefa and Fifa officials, politicians, sponsors and broadcasters from having to self-isolate on arrival despite concerns that this could lead to an increase in coronavirus infections https://t.co/1vtLKScqI2— The Times (@thetimes) June 18, 2021 UEFA reynir nú að ná samkomulag við Boris og heilbrigðisyfirvöld um að stuðningsfólk þeirra liða sem komast í undanúrslit og úrslit fái undanþágu frá téðum reglum. Stefnt er að takmarka dvöl þeirra í landinu, allir yrðu skimaðir við komuna til landsins og myndu aðeins fá leyfi til að ferðast á Wembley og til baka. Þá væri öllum gert að yfirgefa England strax að leik loknum. Samkvæmt heimildum The Times skoðar UEFA nú að færa leikina á Puskás-völlinn í Búdapest í Ungverjalandi fari svo að undanþágur fáist ekki fyrir stuðningsfólk. Fari svo að leikirnir verði spilaðir í Ungverjalandi er ljóst að mun fleiri gætu mætt á þá heldur en ef leikirnir færu fram á Wembley. Puskás-völlurinn tók á móti 60 þúsund manns er Ungverjaland og Portúgal mættust í riðlakeppninni en engar samkomutakmarkanir eru í Ungverjalandi á meðan aðeins 22.500 manns mega mæta á Wembley. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira