Skógarbirnir halda sig oftast til í skógum eyjunnar Hokkaido, hvar Sapporo er, en undanfarið hafa þeir í auknum mæli sést í þéttbýli í leit að fæðu.
Björninn særði fjögur, meðal annars konu á níræðisaldri. Líðan fórnarlamba bjarnarins er ókunn en dagblaðið Asahi greindi frá því að eitt þeirra hefði hlotið alvarleg meiðsli.
Björninn braust inn á herstöð og slasaði einn hermann. Þvínæst fór björninn inn á flugvöll og olli töfum á flugumferð.
Ferðalag bjarnarins endaði með ósköpum en hann var felldur af veiðimönnum. Björninn var þó farinn aftur til síns heima í skóginn þegar veiðimennirnir höfðu uppi á honum.
Toshihiro Hamada, embættismaður hjá umhverfisdeild borgaryfirvalda Sapporo, segir rannsókn hafna á því hvernig björninn komst inn í borgina. „Okkur þykir leitt að fjögur hafi slasast,“ bætir hann við, fullur iðrunnar.