19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum Magnea Marinósdóttir skrifar 19. júní 2021 12:03 Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins. Það sem vafalaust jók spennuna er sú staðreynd að Tigray er heimahérað Þjóðfrelsishreyfingar Tigray sem réð lögum og lofum í Eþíópíu frá 1995 til ársins 2018 eða allt þar til Abiy Ahmed Ali, núverandi forsætisráðherra, komst til valda í kjölfar fjöldamótmæla gegn einræðisstjórn Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Þá tók við stjórnartaumunum bandalag nokkurra stjórnmálaflokka undir forustu Framfaraflokksins (e.Prosperity Party), flokks forsætisráðherrans, án þátttöku Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Jafnframt er mikilvægt að geta þess að helmingur vopnabúrs landsins er talið vera í héraðinu. Það fyrirkomulag er arfleið stríðsins á milli Eþíópíu og Eritríu sem lauk með friðarsamningi sem forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2019. Hugsanlegt er að fyrrgreindar aðstæður hafi spilað veigamikið hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að fara fram með vopnavaldi eftir héraðskosningarnar þar sem Þjóðfrelsishreyfingin vann yfirburðasigur en voru dæmdar ólöglegar af alríkisstjórninni. Fyrsta árásin var gerð 4. nóvember eftir að alríkisstjórnin sakaði héraðsstjórnina (Þjóðfrelsishreyfinunga) um að hafa ráðist á herstöð í héraðinu. Hún hefur neitað þeim ásökunum. Ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni Grunur leikur á að kynferðisofbeldi sé framið af öllum stríðandi fylkingum en auk þess hafa komið fram ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að hálfu stjórnarhersins og bandamanna þeirra. Ásakanirnar eru byggðar á fréttaflutningi af fjöldamorðum á almennum borgurum og nauðgunum, þar með talið hópnauðgunum á konum. Frásagnir þolenda sem vitna í orð gerenda þess efnis að nauðganirnar eigi að tryggja að engin börn af Tigray uppruna fæðist til framtíðar (sjá m.a. fréttir Al Jazeera og CNN) gefa einnig til kynna ásetning um þjóðarmorð. Í lok maí s.l. höfðu þrír hermenn verið sakfelldir fyrir nauðgun auk þess sem saksóknaraembætti hersins hafði gefið út ákærur um nauðgun og annars konar kynferðisofbeldi á hendur 25 hermönnum til viðbótar. Afleiðingar ofbeldisins og aðgerðir Alþjóðaráðsins og landsfélaga Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan Fyrir utan afleiðingar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild, hefur það einnig valdið því að meira en 2 milljónir hafa lagt á flótta. Hluti flóttafólksins hefur hugsanlega misst heimili sín og heimkynni fyrir fullt og allt. Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins, Robert Mardini, fordæmdi ástandið í yfirlýsingu þann 22. apríl með vísan í ummæli starfsmanna ráðsins á svæðinu sem ásamt landsfélögum Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan veita neyðaraðstoð, þ.m.t. læknisþjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum þangað sem þolendur kynferðisofbeldisins geta leitað sér aðstoðar. Það eru þó alls ekki allir, að talið er, sem leita sér lífsnauðsynlegar aðstoðar af ástæðum sem m.a. má rekja til þolendaskammar og skaðlegra félagslegra afleiðinga opinberunar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin. Mardini lýsti því jafnframt yfir að það væri forgangsatriði að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi og veita þolendum aðstoð. Nú þegar hefur sérfræðingur á sviði aðgerða sem lúta að kynferðisofbeldi verið sendur til starfa með undirsendinefnd ráðsins í héraðinu. Hlutverk hennar er að veita neyðaraðstoð sem er m.a. sniðin að þörfum þolenda kynferðisofbeldis þar sem þeim er veitt viðeigandi aðstoð og vernd. Vinnan fer fram í samvinnu og samráði við landsfélag Rauða krossins, sendinefnd Alþjóðaráðsins í höfuðborginni Addis Ababa og teymi Alþjóðaráðsins í Genf sem skipað er sérfræðingum frá þremur heimsálfum, þar með talið höfundi þessarar greinar. Meiri upplýsingar um Alþjóðaráðið og starfsemi teymisins má finna hér og hér. Forgangsatriði er að veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis eins þolendavæna aðstoð og kostur er auk þess að grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi. Sérstaða Alþjóðaráðsins felst einkum í aðgangi þess að öllum svæðum og stríðandi fylkingum. Er það í krafti þeirra lagalegu stöðu sem ráðið nýtur samkvæmt Gefnarsáttmálunum og grundvallarhugsjónum þess, þ.e. mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi og sjálfstæði. Betur má ef duga skal 19. júní er fagnað á Íslandi sem þeim tímamótum er konur fengu kosningarrétt til Alþingis árið 1915. Það væri gaman að geta fagnað fagurri veröld sem væri laus við hrylling og grimmd vopnaðra stríðsátaka og kynferðisofbeldis en því miður eigum við enn langt í land. Það er m.a. höfuðástæða þess að frá árinu 2015 hafa Sameinuðu þjóðirnar sérstaklega tileinkað 19. júní upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Þess vegna skulum við, um leið og við fögnum kosningarétti kvenna, taka undir ákallið um að endir verði bundinn á blóðug átök og það hörmulega kynferðisofbeldi sem framið er af stríðandi fylkingum og almennum borgurum í algeru trássi við mannúðarlög og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála. Hún hefur síðan í febrúar 2020 starfað í teymi Alþjóðaráðsins um aðgerðir sem lúta fyrirbyggjandi aðgerðum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi framið í tengslum við vopnuð átök. Nánari upplýsingar um alþjóðadaginn. Nánari upplýsingar um starfsemi Alþjóðaráðsins í Tigray: Humanitarian needs of Ethiopian refugees continue to grow | ICRC. Viðtal við framkvæmdastjóra Alþjóðaráðsins, Robert Mardini Helstu heimildir: ·Kosningar ·Árás stjórnarhersins inn í Tigray ·Flóttamannastraumurinn ·Útgáfa ákæru um kynferðisofbeldi og sakfelling hermenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Magnea Marinósdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins. Það sem vafalaust jók spennuna er sú staðreynd að Tigray er heimahérað Þjóðfrelsishreyfingar Tigray sem réð lögum og lofum í Eþíópíu frá 1995 til ársins 2018 eða allt þar til Abiy Ahmed Ali, núverandi forsætisráðherra, komst til valda í kjölfar fjöldamótmæla gegn einræðisstjórn Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Þá tók við stjórnartaumunum bandalag nokkurra stjórnmálaflokka undir forustu Framfaraflokksins (e.Prosperity Party), flokks forsætisráðherrans, án þátttöku Þjóðfrelsishreyfingarinnar. Jafnframt er mikilvægt að geta þess að helmingur vopnabúrs landsins er talið vera í héraðinu. Það fyrirkomulag er arfleið stríðsins á milli Eþíópíu og Eritríu sem lauk með friðarsamningi sem forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2019. Hugsanlegt er að fyrrgreindar aðstæður hafi spilað veigamikið hlutverk þegar ákvörðun var tekin um að fara fram með vopnavaldi eftir héraðskosningarnar þar sem Þjóðfrelsishreyfingin vann yfirburðasigur en voru dæmdar ólöglegar af alríkisstjórninni. Fyrsta árásin var gerð 4. nóvember eftir að alríkisstjórnin sakaði héraðsstjórnina (Þjóðfrelsishreyfinunga) um að hafa ráðist á herstöð í héraðinu. Hún hefur neitað þeim ásökunum. Ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni Grunur leikur á að kynferðisofbeldi sé framið af öllum stríðandi fylkingum en auk þess hafa komið fram ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni að hálfu stjórnarhersins og bandamanna þeirra. Ásakanirnar eru byggðar á fréttaflutningi af fjöldamorðum á almennum borgurum og nauðgunum, þar með talið hópnauðgunum á konum. Frásagnir þolenda sem vitna í orð gerenda þess efnis að nauðganirnar eigi að tryggja að engin börn af Tigray uppruna fæðist til framtíðar (sjá m.a. fréttir Al Jazeera og CNN) gefa einnig til kynna ásetning um þjóðarmorð. Í lok maí s.l. höfðu þrír hermenn verið sakfelldir fyrir nauðgun auk þess sem saksóknaraembætti hersins hafði gefið út ákærur um nauðgun og annars konar kynferðisofbeldi á hendur 25 hermönnum til viðbótar. Afleiðingar ofbeldisins og aðgerðir Alþjóðaráðsins og landsfélaga Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan Fyrir utan afleiðingar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild, hefur það einnig valdið því að meira en 2 milljónir hafa lagt á flótta. Hluti flóttafólksins hefur hugsanlega misst heimili sín og heimkynni fyrir fullt og allt. Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins, Robert Mardini, fordæmdi ástandið í yfirlýsingu þann 22. apríl með vísan í ummæli starfsmanna ráðsins á svæðinu sem ásamt landsfélögum Rauða krossins í Eþíópíu og Suður-Súdan veita neyðaraðstoð, þ.m.t. læknisþjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum þangað sem þolendur kynferðisofbeldisins geta leitað sér aðstoðar. Það eru þó alls ekki allir, að talið er, sem leita sér lífsnauðsynlegar aðstoðar af ástæðum sem m.a. má rekja til þolendaskammar og skaðlegra félagslegra afleiðinga opinberunar ofbeldisins fyrir fórnarlömbin. Mardini lýsti því jafnframt yfir að það væri forgangsatriði að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi og veita þolendum aðstoð. Nú þegar hefur sérfræðingur á sviði aðgerða sem lúta að kynferðisofbeldi verið sendur til starfa með undirsendinefnd ráðsins í héraðinu. Hlutverk hennar er að veita neyðaraðstoð sem er m.a. sniðin að þörfum þolenda kynferðisofbeldis þar sem þeim er veitt viðeigandi aðstoð og vernd. Vinnan fer fram í samvinnu og samráði við landsfélag Rauða krossins, sendinefnd Alþjóðaráðsins í höfuðborginni Addis Ababa og teymi Alþjóðaráðsins í Genf sem skipað er sérfræðingum frá þremur heimsálfum, þar með talið höfundi þessarar greinar. Meiri upplýsingar um Alþjóðaráðið og starfsemi teymisins má finna hér og hér. Forgangsatriði er að veita fórnarlömbum kynferðisofbeldis eins þolendavæna aðstoð og kostur er auk þess að grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja frekara kynferðisofbeldi. Sérstaða Alþjóðaráðsins felst einkum í aðgangi þess að öllum svæðum og stríðandi fylkingum. Er það í krafti þeirra lagalegu stöðu sem ráðið nýtur samkvæmt Gefnarsáttmálunum og grundvallarhugsjónum þess, þ.e. mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi og sjálfstæði. Betur má ef duga skal 19. júní er fagnað á Íslandi sem þeim tímamótum er konur fengu kosningarrétt til Alþingis árið 1915. Það væri gaman að geta fagnað fagurri veröld sem væri laus við hrylling og grimmd vopnaðra stríðsátaka og kynferðisofbeldis en því miður eigum við enn langt í land. Það er m.a. höfuðástæða þess að frá árinu 2015 hafa Sameinuðu þjóðirnar sérstaklega tileinkað 19. júní upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Þess vegna skulum við, um leið og við fögnum kosningarétti kvenna, taka undir ákallið um að endir verði bundinn á blóðug átök og það hörmulega kynferðisofbeldi sem framið er af stríðandi fylkingum og almennum borgurum í algeru trássi við mannúðarlög og alþjóðlega mannréttindasáttmála. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og sérfræðingur á sviði jafnréttismála. Hún hefur síðan í febrúar 2020 starfað í teymi Alþjóðaráðsins um aðgerðir sem lúta fyrirbyggjandi aðgerðum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi framið í tengslum við vopnuð átök. Nánari upplýsingar um alþjóðadaginn. Nánari upplýsingar um starfsemi Alþjóðaráðsins í Tigray: Humanitarian needs of Ethiopian refugees continue to grow | ICRC. Viðtal við framkvæmdastjóra Alþjóðaráðsins, Robert Mardini Helstu heimildir: ·Kosningar ·Árás stjórnarhersins inn í Tigray ·Flóttamannastraumurinn ·Útgáfa ákæru um kynferðisofbeldi og sakfelling hermenna
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun