Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir samsæriskenningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 10:03 Michelle Roosevelt Edwards, áður Michelle Ballarin. Vísir/Baldur Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið. Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við. WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Greint er frá þessu í ítarlegri fréttaskýringu Washington Post. Í viðtalinu við Kveik, sem birt var 4. febrúar 2020, má sjá Edwards sýna fréttamönnum RÚV húsið og vísar hún þeim meðal annars inn í svefnherbergi sem hún segir vera sitt. Þegar fréttamaður RÚV bendir á að eignin sé skráð á sölu segir Edward að hún sé nýbúin að kaupa eignina. Eignin sé ekki til sölu. Setrið hefur hins vegar aldrei verið í eigu Edwards. Ekkja Fords, mannsins sem átti húsið, segist ekki þekkja Edwards. Þegar Washington Post sýndi ekkjunni myndefni úr fréttaskýru Kveiks svaraði hún til: „Hún er í húsinu mínu. Hvernig komst hún inn í húsið mitt?“ Á þeim tíma sem viðtalið hjá Kveik var tekið var húsið á sölu og Edwards var löggildur fasteignasali í Virginíu. Fasteignafyrirtæki hennar var hins vegar ekki það fyrirtæki sem sá um söluna á húsinu. Edwards hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ýtti undir samsæriskenninguna um „Italygate“ Í desember síðastliðnum greip Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, til ýmissa bragða í von um að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember. Skipaði hann til dæmis starfsmannastjóra sínum, Mark Meadows, að finna sannanir um kosningasvindl Demókrata. Í kjölfarið sendi Meadows Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra, tölvupóst þar sem hann fór yfir samsæriskenningu þess efnis að ítalskt öryggisfyrirtæki hafi í samráði við leyniþjónustu Bandaríkjanna staðið að víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum. Samsæriskenningin hlaut yfirskriftina „Italygate.“ Fyrirtækið UEAerospace Partners, var merkt fyrir tölvupóstinum, en það er í eigu Edwards. Það var svo í janúar sem annað fyrirtæki í eigu Edwards, Istitute for Good Governance, sendi út yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Samkvæmt kenningunni notaði ítalska öryggisfyrirtækið, í samstarfi við bandarísku leyniþjónustuna CIA, gervitungl í eigu hersins til þess að breyta atkvæðum fyrir Trump í atkvæði fyrir Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og sneru þannig niðurstöðu kosninganna við.
WOW Air Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47 Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31 Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. 4. febrúar 2021 20:47
Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19. nóvember 2020 18:31
Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. 25. september 2020 06:35