Myndskeið: Íslendingaslagur stöðvaður eftir að eldingu laust niður Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 17:40 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði snemma leiks. Getty/Matteo Ciambelli Merkilegt atvik átti sér stað undir lok leiks Örebro og Kristianstad á heimavelli þeirra fyrrnefndu í síðasta leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eldingu laust niður á vellinum, eða í nánd við hann. Leikurinn var tímabundið flautaður af en Kristianstad vann að lokum 2-0 sigur. Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti