Innlent

Silja Dögg afþakkar þriðja sætið

Árni Sæberg skrifar
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki taka sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson sóttist einn eftir fyrsta sætinu og hlaut rúmlega 95 prósent greiddra atkvæða.

Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Keilis og varaþingmaður, skipar annað sæti listans. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður lenti í þriðja sæti en hún hefur tilkynnt að hún muni ekki þiggja þriðja sætið.

Kjörsókn var einungis 37,5 prósent. 3121 voru á kjörskrá en 1165 greiddu atkvæði.

Listinn verður borinn til samþykktar þann 26 júní á auka kjördæmisþingi.

Heildarniðurstöður prófkjörsins eru eftirfarandi:

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi 975 atkvæði í 1. sæti

2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ 552 atkvæði í 1. - 2. sæti

3. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ 589 atkvæði í 1. – 3. sæti

4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ 616 atkvæði í 1. – 4. sæti

5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg 773 atkvæði í 1. – 5. sæti

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×