„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 21:45 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður með sitt lið í kvöld og ekki síður með að Jason Daði sé á batavegi. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti