Við verðum að þora að aðgreina samfélagshópa Þórarinn Hjartarson skrifar 21. júní 2021 09:01 Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir. Þrátt fyrir þrotlausar umræður um jafnrétti er enn langt í land. Hvenær og hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þennan vanda? Svarið er einfalt: Jafnrétti verður náð með aðgreiningu þar sem skapaðar eru sérstakar reglur og kjör fyrir sérstaka hópa. Hugsjónin á Bræðraborgarstíg er skref í rétta átt. En heillarráð Þorpsins er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að spyrja okkur stærri spurninga. Undirritaður kallar eftir því að þessi hugsjón sé yfirfærð á samfélagið í heild sinni. Við þurfum að byggja og niðurgreiða sérstök bæjarfélög fyrir sérstaka hópa. Konur gætu til að mynda búið í bæjarhlutum þar sem þær myndu ekki þurfa að verða fyrir aðkasti fólks með mismunandi skoðanir og takast loks að úthýsa öllum þeim eitruðu hugmyndum sem alla jafna fylgir karlmönnum og karlmennsku. Fólk af mismunandi kynþáttum gætu átt sín eigin hverfi og myndu einungis þurfa að eiga samneyti við fólk af sama uppruna. Áður fyrr gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skýla ákveðnum hópum fyrir afskiptum annarra hópa. Til þess að ná framförum þurfum við að grípa til viðlíka aðgerða. Frjáls markaður getur ekki framkallað þessar breytingar. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og niðurgreiða húsnæði fyrir hópa sem líkar illa við aðra hópa. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í breytingar. Hugsum stórt. Þorum. Aðgreinum í þágu framfara. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Vistfélagið Þorpið í samstarfi við Reykjavíkurborg hefur öðlast kjark og þor til þess að aðgreina samfélagshópa. Bræðraborgarstígur 1-3 var keyptur á 270 milljónir íslenskra króna og mun koma til með að hýsa “konur sem geta varið efri árunum umkringdar öðrum konum með sömu lífsgildi; feminísma, sjálfbærni og samstöðu.” Loksins er komið úrræði fyrir sérstakan hóp á sérstökum aldri með sérstakar skoðanir. Þrátt fyrir þrotlausar umræður um jafnrétti er enn langt í land. Hvenær og hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þennan vanda? Svarið er einfalt: Jafnrétti verður náð með aðgreiningu þar sem skapaðar eru sérstakar reglur og kjör fyrir sérstaka hópa. Hugsjónin á Bræðraborgarstíg er skref í rétta átt. En heillarráð Þorpsins er hins vegar ekki nóg. Við þurfum að spyrja okkur stærri spurninga. Undirritaður kallar eftir því að þessi hugsjón sé yfirfærð á samfélagið í heild sinni. Við þurfum að byggja og niðurgreiða sérstök bæjarfélög fyrir sérstaka hópa. Konur gætu til að mynda búið í bæjarhlutum þar sem þær myndu ekki þurfa að verða fyrir aðkasti fólks með mismunandi skoðanir og takast loks að úthýsa öllum þeim eitruðu hugmyndum sem alla jafna fylgir karlmönnum og karlmennsku. Fólk af mismunandi kynþáttum gætu átt sín eigin hverfi og myndu einungis þurfa að eiga samneyti við fólk af sama uppruna. Áður fyrr gripu Bandaríkjamenn til þess ráðs að skýla ákveðnum hópum fyrir afskiptum annarra hópa. Til þess að ná framförum þurfum við að grípa til viðlíka aðgerða. Frjáls markaður getur ekki framkallað þessar breytingar. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð og niðurgreiða húsnæði fyrir hópa sem líkar illa við aðra hópa. Það er löngu orðið tímabært að ráðast í breytingar. Hugsum stórt. Þorum. Aðgreinum í þágu framfara. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar