Karlar líklegri til að neita að nota rétt fornöfn um kynsegin fólk Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 13:00 Rannsókn á viðhorfi Íslendinga til kynhlutlauss máls leiðir ýmislegt í ljós. Vísir/Vilhelm Töluvert hærra hlutfall karla en kvenna kveðst myndu neita að nota persónufornafnið hán um manneskju sem bæði þá um það. Konur eru líklegri en karlar til að verða við slíkri ósk, ef marka má niðurstöður rannsóknar Lilju Guðmundsdóttur, nýútskrifaðs félagsfræðings. Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar. Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Mikill munur er einnig á afstöðu fólks til slíkra óska eftir aldri. 90% fólks á aldrinum 18 til 30 ára myndu fúslega nota kynhlutlausa persónufornafnið ef þau væru beðin um það, á meðan aðeins 59% fólks 70 ára og eldri segjast myndu verða við því. Lilja Guðmundsdóttir útskrifaðist nýverið með BS í félagsfræði. „Viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar“ var rannsóknarefnið.Instagram Rannsókn Lilju beindist að því að kanna almennt viðhorf Íslendinga til kynhlutlausrar orðanotkunar og meginniðurstaða ritgerðarinnar er að viðhorfið er jákvætt hjá langflestum. Rúm 90% sögðust ávallt myndu reyna sitt besta. 40% óttast að særa Í rannsókninni kemur fram að einna mest lýsandi spurningin hafi verið sú sem spurði hvort fólk yrði við óskum um að nota tiltekin fornöfn um aðra. Þar verður ljós umræddur svaramunur á körlum og konum. Spurt var: „Ef einstaklingur myndi biðja þig um að nota persónufornafnið „hán“ um sig, myndir þú gera það?“ Karlar svöruðu þessari spurningu neitandi í 14,6% tilvika en konur aðeins í 2,95% tilvika. Karlar svöruðu þessu aðeins játandi í 70% tilvika en konur í 90% tilvika. Lilja Guðmundsdóttir Á heildina litið 85% sögðust samtals myndu virða þetta við fólk ef það bæði um það. Rúmlega 40 prósent svarenda sagði að þeim fyndist óþægilegt að nota kynhlutlaus orð af ótta við að gera mistök og særa hlutaðeigandi. Um helmingur fólks telur flókið að finna réttu orðin um kynsegin fólk en fólk sem sjálft er kynsegin telur mun síður að svo sé. Lilja Guðmundsdóttir Um 1800 tóku þátt í könnuninni í gegnum vefsíðu sem var dreift til þeirra á samfélagsmiðlum. Úr því að úrtaksaðferðin var takmörkuð segir í ritgerðinni að ekki sé hægt að alhæfa niðurstöðurnar á allt íslenskt samfélag, en þær gefi þó góða hugmynd um viðhorf í samfelaginu. Á sama tíma tóku nánast þrefalt fleiri konur þátt í könnuninni en karlar.
Hinsegin Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Kynhlutlaust mál bannað með lögum Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. 9. maí 2021 22:01
Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00
RÚV telur að allir og öll geti lifað í sátt og samlyndi Á undanförnum árum hefur þeirrar breytingar orðið vart í máli sumra fréttamanna RÚV að hvorugkynsmyndir lýsingarorða og fornafna eru notaðar í almennri vísun í stað hefðbundins almenns karlkyns. 17. maí 2021 15:40