Það var Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson, sem fékk skilaboðin send og uppljóstraði um þau. Í viðtali við BBC Breakfast í morgun sagði Hancock streitu um að kenna.
„Í hreinskilni sagt þá tilheyrir þetta fortíðinni,“ sagði Hancock spurður um málið. „Bólusetningaráætlunin hefur gengið stórvel. Þegar fólk er undir álagi segir það alls konar. Það sem skiptir máli er hversu vel við vinnum saman.“
Heilbrigðisráðherrann sagðist eiga í daglegum samskiptum við forsætisráðherrann en vildi ekki tjá sig um það hvort þeir hefðu rætt saman síðan greint var frá ummælunum í fjölmiðlum.
Spurður að því hvort það væru engu að síður ekki vandræðalegt að vera sagður „vonlaus“ svaraði Hancock ekki beint en ítrekaði að samstarf hans og Johnson hefði verið gott og bólusetningaráætlunin gengið vel.
On #BBCBreakfast Health Secretary Matt Hancock says it’s not embarrassing that he was called hopeless in texts apparently from Prime Minister Boris Johnson. https://t.co/Rid4nh1kej pic.twitter.com/4N55StDYda
— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) June 21, 2021