Danir áfram eftir hátíð á Parken Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2021 20:52 Mikil ástríða í Dönunum í kvöld. Wolfgang Rattay/Getty Danmörk er komið í sextán liða úrslit á Evrópumótinu 2020 eftir 4-1 sigur á Rússlandi á Parken í Kaupmanahöfn í kvöld. Danirnir þurftu að vinna Rússa á heimavelli og treysta á það að Belgar myndu vinna Finna í Rússlandi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Danir komust yfir með draumamarki Mikkel Damsgaard á 38. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik tvöfaldaði Yussuf Poulsen forystuna eftir hörmuleg mistök í varnarleik Rússa. Rússarnir fengu vítaspyrnu á 70. mínútu og þar minnkaði Artem Dzyuba metin en Andreas Christensen kom Dönum aftur tveimur mörkum yfir á 79. mínútu með þrumufleyg. Fjórða og síðasta mark Dana gerði Joakim Mæhle átta mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn en lokatölur 4-1. Danir enda því í öðru sætinu, með betra markahlutfall en Rússland og Finnland, sem enda einnig með þrjú stig. Belgarnir enda á toppnum með fullt hús stiga en Danir mæta Wales í Amsterdam á laugardag. Last 10 minutes of this Denmark game have me in Tears of Joy. I am not Danish. Never even set foot in Denmark. But watching this team, who were forced to play in wake of Christian Eriksen's collapse, summon the tenacity to rebound, fight and win is Sports at its very Best 🇩🇰🙌 pic.twitter.com/4Z4wknDSlm— roger bennett (@rogbennett) June 21, 2021 EM 2020 í fótbolta
Danmörk er komið í sextán liða úrslit á Evrópumótinu 2020 eftir 4-1 sigur á Rússlandi á Parken í Kaupmanahöfn í kvöld. Danirnir þurftu að vinna Rússa á heimavelli og treysta á það að Belgar myndu vinna Finna í Rússlandi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Danir komust yfir með draumamarki Mikkel Damsgaard á 38. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik tvöfaldaði Yussuf Poulsen forystuna eftir hörmuleg mistök í varnarleik Rússa. Rússarnir fengu vítaspyrnu á 70. mínútu og þar minnkaði Artem Dzyuba metin en Andreas Christensen kom Dönum aftur tveimur mörkum yfir á 79. mínútu með þrumufleyg. Fjórða og síðasta mark Dana gerði Joakim Mæhle átta mínútum fyrir leikslok eftir skyndisókn en lokatölur 4-1. Danir enda því í öðru sætinu, með betra markahlutfall en Rússland og Finnland, sem enda einnig með þrjú stig. Belgarnir enda á toppnum með fullt hús stiga en Danir mæta Wales í Amsterdam á laugardag. Last 10 minutes of this Denmark game have me in Tears of Joy. I am not Danish. Never even set foot in Denmark. But watching this team, who were forced to play in wake of Christian Eriksen's collapse, summon the tenacity to rebound, fight and win is Sports at its very Best 🇩🇰🙌 pic.twitter.com/4Z4wknDSlm— roger bennett (@rogbennett) June 21, 2021
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti