Enn einn sigur Belga Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2021 20:51 Magnaðir Belgar. Igor Russak/Getty Belgía endar með fullt hús stiga í B-riðlinum á Evrópumótinu eftir 2-0 sigur á Finnlandi í Rússlandi. Staðan var markalaus í hálfleik en Belgarnir héldu að þeir væru að komast yfir á 65. mínútu. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Níundu mínútum síðar kom þó fyrsta markið en Lukas Hradecky varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Romelu Lukaku bætti svo við enn einu markinu, og að sjálfsögðu eftir undirbúning Kevin De Buyne, níu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Belgía endar með níu stig á toppnum en Finnland er í þriðja sætinu með þrjú stig. Þeir eiga því enn möguleika á að komast áfram sem eitt af liðunum með besta árangurinn í 3. sæti. Roberto Martinez has a 90 percent win rate as a manager in major championships.— Richard Jolly (@RichJolly) June 21, 2021 EM 2020 í fótbolta
Belgía endar með fullt hús stiga í B-riðlinum á Evrópumótinu eftir 2-0 sigur á Finnlandi í Rússlandi. Staðan var markalaus í hálfleik en Belgarnir héldu að þeir væru að komast yfir á 65. mínútu. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Níundu mínútum síðar kom þó fyrsta markið en Lukas Hradecky varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Romelu Lukaku bætti svo við enn einu markinu, og að sjálfsögðu eftir undirbúning Kevin De Buyne, níu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Belgía endar með níu stig á toppnum en Finnland er í þriðja sætinu með þrjú stig. Þeir eiga því enn möguleika á að komast áfram sem eitt af liðunum með besta árangurinn í 3. sæti. Roberto Martinez has a 90 percent win rate as a manager in major championships.— Richard Jolly (@RichJolly) June 21, 2021
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti