Hönnunarsamkeppni: Ætla að gera Lækjartorg að rými fyrir fólk Snorri Másson skrifar 21. júní 2021 14:18 Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) efna til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg og Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) hafa efnt til hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Nú er óskað eftir þátttakendum og öllum er frjáls þátttaka. Lýst er eftir tillögum að hönnun sem hefur „rými fyrir fólk“ að leiðarljósi, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti. Hönnun skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Einnig þarf að hafa Borgarlínustöð sem rís á staðnum til hliðsjónar. Ekki stendur til að rífa Strætóhúsið á torginu, heldur aðeins uppfæra götumyndina og torgið sjálft. Meginmarkmiðið með keppninni er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun fyrir umrætt svæði sem ýti undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar. Þar skipta ákveðin atriði höfuðmáli, samkvæmt tilkynningunni: Styrkja skal svæðið sem kjarnasvæði sem gleður augað og hvetur til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Draga fram sögu svæðisins með áhugaverðum hætti. Skapa rými sem henta öllum árstíðum. Ná fram heildstæðu yfirbragði þar sem hið gamla mætir hinu nýja á sannfærandi hátt. Skapa öruggt borgarumhverfi fyrir alla. Gera grein fyrir vörulosun, hleðslustöðvum og staðsetningum deilihjóla og öðrum götugögnum. Taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Styðja við og styrkja nýja og núverandi starfsemi á götuhliðum jarðhæða sem snúa að samkeppnissvæðinu. Skapa rými sem eru sveigjanleg, að þau rúmi fjölsótta viðburði og uppákomur en séu jafnframt vistleg hversdagslega. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku á síðara þrepi samkeppninnar á grundvelli mats og neðangreindra skilagagna sem óskað er eftir þ.e. ferilskrá, kynningarmöppu og sýn eða lýsingu teyma á verkefninu. Hæfni sem telst til virðisauka er til dæmis hönnun á almenningsrýmum innan borga og bæja. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lýst er eftir tillögum að hönnun sem hefur „rými fyrir fólk“ að leiðarljósi, segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Samkeppnissvæðið nær yfir Lækjartorg, Lækjargötu frá Hverfisgötu að Austurstræti, Austurstræti frá Lækjargötu að Ingólfstorgi og Bankastræti frá Þingholtsstræti að Austurstræti. Hönnun skal vera í samræmi við stefnumörkun borgaryfirvalda eins og hún birtist í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Einnig þarf að hafa Borgarlínustöð sem rís á staðnum til hliðsjónar. Ekki stendur til að rífa Strætóhúsið á torginu, heldur aðeins uppfæra götumyndina og torgið sjálft. Meginmarkmiðið með keppninni er að til sé mjög skýr áætlun og hönnun fyrir umrætt svæði sem ýti undir að mannlíf og rekstur geti blómstrað og dafnað á svæðinu til framtíðar. Þar skipta ákveðin atriði höfuðmáli, samkvæmt tilkynningunni: Styrkja skal svæðið sem kjarnasvæði sem gleður augað og hvetur til jákvæðra samskipta á milli mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Draga fram sögu svæðisins með áhugaverðum hætti. Skapa rými sem henta öllum árstíðum. Ná fram heildstæðu yfirbragði þar sem hið gamla mætir hinu nýja á sannfærandi hátt. Skapa öruggt borgarumhverfi fyrir alla. Gera grein fyrir vörulosun, hleðslustöðvum og staðsetningum deilihjóla og öðrum götugögnum. Taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Styðja við og styrkja nýja og núverandi starfsemi á götuhliðum jarðhæða sem snúa að samkeppnissvæðinu. Skapa rými sem eru sveigjanleg, að þau rúmi fjölsótta viðburði og uppákomur en séu jafnframt vistleg hversdagslega. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku á síðara þrepi samkeppninnar á grundvelli mats og neðangreindra skilagagna sem óskað er eftir þ.e. ferilskrá, kynningarmöppu og sýn eða lýsingu teyma á verkefninu. Hæfni sem telst til virðisauka er til dæmis hönnun á almenningsrýmum innan borga og bæja.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira