Hótar að láta handtaka þá sem ekki vilja bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 08:32 Rodrigo Duterte er forseti Filippseyja. AP/Aaron Favila Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur hótað að láta handtaka hvern þann Filippseying sem ekki lætur bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá hefur hann gefið í skyn að fólk sem ekki er samvinnuþýtt með aðgerðum stjórnvalda til að halda faraldri veirunnar í skefjum eigi að yfirgefa ríkið. Þetta kom fram í máli forsetans í ávarpi sem hann flutti í sjónvarpi í gær. Þar sagðist hann vera við það að missa þolinmæðina fyrir fólki sem ekki vill láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ekki misskilja mig. Það er neyðarástand í landinu. Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig, læt ég handtaka þig og svo sprauta ég bóluefninu í rassinn á þér,“ sagði Duterte. „Ef þú samþykkir ekki að láta bólusetja þig, farðu þá frá Filippseyjum. Farðu til Indlands eða Bandaríkjanna,“ sagði Duterte og bætti við að hann myndi fara fram á það við sveitarstjóra í landinu að þeir gerðu lista yfir íbúa sem ekki væru samvinnuþýðir. AP-fréttaveitan hefur eftir mannréttindalögfræðingnum Edre Olalia að hótanir Duterte væru áhyggjuefni og að forsetinn ætti ekki að geta fyrirskipað handtöku neins sem ekki hefur framið glæp. Yfir 1,3 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Filippseyjum og hátt í 24 þúsund látist úr Covid-19, svo vitað sé. Bólusett við kórónuveirunni í Maníla, höfuðborg Filippseyja. AP/Aaron Favila Filippseyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira
Þetta kom fram í máli forsetans í ávarpi sem hann flutti í sjónvarpi í gær. Þar sagðist hann vera við það að missa þolinmæðina fyrir fólki sem ekki vill láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ekki misskilja mig. Það er neyðarástand í landinu. Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig, læt ég handtaka þig og svo sprauta ég bóluefninu í rassinn á þér,“ sagði Duterte. „Ef þú samþykkir ekki að láta bólusetja þig, farðu þá frá Filippseyjum. Farðu til Indlands eða Bandaríkjanna,“ sagði Duterte og bætti við að hann myndi fara fram á það við sveitarstjóra í landinu að þeir gerðu lista yfir íbúa sem ekki væru samvinnuþýðir. AP-fréttaveitan hefur eftir mannréttindalögfræðingnum Edre Olalia að hótanir Duterte væru áhyggjuefni og að forsetinn ætti ekki að geta fyrirskipað handtöku neins sem ekki hefur framið glæp. Yfir 1,3 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Filippseyjum og hátt í 24 þúsund látist úr Covid-19, svo vitað sé. Bólusett við kórónuveirunni í Maníla, höfuðborg Filippseyja. AP/Aaron Favila
Filippseyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Sjá meira