Króatar tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Skota 22. júní 2021 20:56 Luka Modricfagnar marki sínu í kvöld. Luka Stanzl/Pixsell/MB Media/Getty Images Skotar áttu enn möguleika á að komast í útsláttarkeppni EM í fyrsta skipti í sögunni þegar þeir mættu Króötum í kvöld. Silfurliðið frá HM var þó of stór biti fyrir Skotanna sem eru á heimleið. Lokatölur 3-1, Króötum í vil. Það tók Króatana rétt tæpar 17 mínútur að ná forystunni í leiknum. Þar var á ferðinni Nicola Vlasic eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic. Bæði lið gerðu atlögu að marki andstæðinganna næstu mínútur, en það var ekki fyrr en þrem mínútum fyrir leikhlé sem annað mark leiksins leit dagsins ljós. Callum McGregor jafnaði þá metin fyrir Skota, og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Króatar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Á 62.mínútu skoraði Luka Modric stórglæsilegt mark og Króatar því aftur komnir með forystuna. Modric var svo aftur á ferðinni á 77.mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark Króata. Hornspyrna hans fann þá kollinn á Ivan Perisic sem stangaði boltann í netið og gerði þar með út um leikinn. Króatar eru því á leiðinni í 16-liða úrslit EM, en Skotar enda í fjórða og neðsta sæti D-riðils og eru á heimleið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Skotar áttu enn möguleika á að komast í útsláttarkeppni EM í fyrsta skipti í sögunni þegar þeir mættu Króötum í kvöld. Silfurliðið frá HM var þó of stór biti fyrir Skotanna sem eru á heimleið. Lokatölur 3-1, Króötum í vil. Það tók Króatana rétt tæpar 17 mínútur að ná forystunni í leiknum. Þar var á ferðinni Nicola Vlasic eftir stoðsendingu frá Ivan Perisic. Bæði lið gerðu atlögu að marki andstæðinganna næstu mínútur, en það var ekki fyrr en þrem mínútum fyrir leikhlé sem annað mark leiksins leit dagsins ljós. Callum McGregor jafnaði þá metin fyrir Skota, og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Króatar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Á 62.mínútu skoraði Luka Modric stórglæsilegt mark og Króatar því aftur komnir með forystuna. Modric var svo aftur á ferðinni á 77.mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark Króata. Hornspyrna hans fann þá kollinn á Ivan Perisic sem stangaði boltann í netið og gerði þar með út um leikinn. Króatar eru því á leiðinni í 16-liða úrslit EM, en Skotar enda í fjórða og neðsta sæti D-riðils og eru á heimleið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti