Krefjast 12 milljóna króna af Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:57 Einar Tómasson og Margrét Þ. E. Einarsdóttir krefjast samtals 12 milljóna króna í miskabætur frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Vilhelm Hin nítján ára gamla Margrét Þ. E. Einarsdóttir og faðir hennar Einar Björn Tómasson hafa stefnt Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar bæjarfélagsins í máli Margrétar. Margrét krefst þess að Seltjarnarnesbær greiði henni níu milljónir króna í miskabætur og Einar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki. Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki.
Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30