Tónleikahöllin Húrra opnar dyr sínar á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:00 Það má segja að búið sé að endurheimta Húrra-andann. Aðsend Vafalaust hafa margir tónlista- og skemmtanahaldsunnendur saknað skemmtistaðarins Húrra, sem lokaði dyrum sínum formlega haustið 2019. Nú geta þeir glaðst á ný en Húrra mun opna dyr sínar í sumar og boðar rekstrarstjóri staðarins mikið líf á þessum hornsteini skemmtanahalds í Reykjavík. Margir staðir hafa verið reknir í húsnæðinu í Naustinni, þar á meðal Gaukur á stöng, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýski barinn, Húrra aftur og Gummi Ben bar. Magnús Bjarni Gröndal, rekstrarstjóri Gauksins og Húrra, segir í samtali við Vísi að gamli góði Húrra muni bjóða gesti velkominn fljótlega á ný. „Við ætlum að enduropna gamla góða Húrra og þetta verður núna sama rekstrarbatteríið og er að reka Gaukinn þannig að það verður tenging á milli staðanna. Þetta verður tónleikahöllin í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Magnús. Verið er að leggja lokahönd á staðinn og segir Magnús að nú liggi á að gæta þess að allt verði eins og það á að vera þegar dyrnar opnast formlega. Það líður ekki á löngu þar til skemmtistaðurinn Húrra verður opnaður að nýju.Aðsend „Gamli góði andinn verður yfir þessu og við erum í raun að hugsa um að opna Húrra eins og hann var upp á sitt besta. Við erum að horfa á að þetta verði tónleikastaður og viðburðastaður. Hljóðhátíð í Eyrum um verslunarmannahelgi Hann segir að margir hafi séð eftir Húrra þegar hann lokaði og það hafi verið kjaftshögg að missa enn einn tónleikastaðinn úr miðbæ Reykjavíkur. „Þeir eru nú ekki margir eftir. Og nú, þegar Gaukurinn og Húrra haldast í hendur, er loksins komið almennilegur vettvangur þar sem við getum boðið upp á lifandi tónlist á þremur hæðum,“ segir Magnús. Áætlunin er að opna staðinn á næstu vikum og svo verður það prufukeyrt að hafa opið á milli Gauksins og Húrra um verslunarmannahelgina, á nýrri tónlistarhátíð á vegum skemmtistaðanna. Þá sé framtíðartsýnin að innangengt verði af Gauknum, sem er á horni Naustarinnar og Tryggvagötu, á Húrra. „Við erum að plana mjög stóra hátíð um verslunarmannahelgina sem heitir Hljóðhátíð í Eyrum og þá ætlum við að prufukeyra að vera með tónleika á öllum hæðum og fólk getur labbað innanhúss á milli allra staðanna. Þá ætlum við að sýna það að þetta er tónleikahöllin í miðbæ Reykjavíkur.“ Mikil vinna hefur farið í að mála staðinn upp á nýtt og færa hann aftur í gamalt horf.Aðsend Meðal þeirra listamanna sem munu stíga á svið á Hljóðhátíð í Eyrum eru Skoffín, Ottoman, Mighty Bear, Ólafur Kram, Ceasetone, Kælan Mikla, Volcanova, Vitage Caravan, Aragrúi, Lucy in Blue, Ásta, Flavor Fox, Supersport, Alchemia og Ari Árelíus. „Hljóðhátíð í Eyrum verður fyrsta skiptið sem við ætlum að prufa húsið í fullri mynd en við stefnum á að opna Húrra mjög fljótlega og áhugasamir geta fylgst með okkur á samfélagsmiðlum með það en Hljóðhátíðin verður prufukeyrslan á þessu konsefti: að þetta verði eitt stórt batterí.“ Endurkoma Gauks á stöng? „Í raun og veru verður þetta sama stemning og var á gamla Gauk á stöng en það verða mismunandi áherslupunktar á stöðunum af því að Gaukurinn er búinn að vera tónleikastaður í öll þessi hundrað ár og gefur sig út fyrir að vera tónlistarstaður sem er Queer-friendly staður og er með dragsýningar og fleira,“ segir Magnús. Húrra veðri meiri partý- og dansstaður. „Húrra verður meira með tónleika og meira partý og svo erum við að stefna á að það verði smá teknó-klúbbur í kjallaranum. Það verður ekkert rosalega stórt en við höfum prufukeyrt alls konar beinar útsendingar þarna niðri og þetta býður upp á mikla möguleika á að gefa danstónlistarsenunni á Íslandi smá heimili.“ Hér má sjá dansgólfið og sviðið sem búið er að skreyta. Aðsend Þegar gamla Húrra var breytt í íþróttakrána Gummi Ben sportsbar var málað yfir listaverk, sem voru upp um alla veggi og súlur á staðnum. Húrraunnendur þurfa þó ekki að örvænta en mikil vinna hefur farið í að skvetta litaverkum upp um alla veggi á nýja skemmtistaðnum. „Við fórum í það og erum búnir að vera í því núna, í gegn um allt Covid, að gera þetta eins mikið að gamla Húrra eins og það var. Við vildum auðvitað betrumbæta líka í leiðinni en allur tónleikasalurinn er þakinn verkum eftir íslenska listamenn og það verður mjög lifandi rými hvað varðar lita, bæði myndlist, tónlit og annað. Við tókum það alveg í gegn og viljum menningarsetrið Húrra aftur.“ Hann segir fólk ekki þurfa að bíða lengi eftir að geta heimsótt Húrra að nýju. „Það er engin föst dagsetning eins og er en hún er mun nær en fólk heldur þannig að það styttist óðfluga í þetta.“ Reykjavík Næturlíf Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Margir staðir hafa verið reknir í húsnæðinu í Naustinni, þar á meðal Gaukur á stöng, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýski barinn, Húrra aftur og Gummi Ben bar. Magnús Bjarni Gröndal, rekstrarstjóri Gauksins og Húrra, segir í samtali við Vísi að gamli góði Húrra muni bjóða gesti velkominn fljótlega á ný. „Við ætlum að enduropna gamla góða Húrra og þetta verður núna sama rekstrarbatteríið og er að reka Gaukinn þannig að það verður tenging á milli staðanna. Þetta verður tónleikahöllin í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Magnús. Verið er að leggja lokahönd á staðinn og segir Magnús að nú liggi á að gæta þess að allt verði eins og það á að vera þegar dyrnar opnast formlega. Það líður ekki á löngu þar til skemmtistaðurinn Húrra verður opnaður að nýju.Aðsend „Gamli góði andinn verður yfir þessu og við erum í raun að hugsa um að opna Húrra eins og hann var upp á sitt besta. Við erum að horfa á að þetta verði tónleikastaður og viðburðastaður. Hljóðhátíð í Eyrum um verslunarmannahelgi Hann segir að margir hafi séð eftir Húrra þegar hann lokaði og það hafi verið kjaftshögg að missa enn einn tónleikastaðinn úr miðbæ Reykjavíkur. „Þeir eru nú ekki margir eftir. Og nú, þegar Gaukurinn og Húrra haldast í hendur, er loksins komið almennilegur vettvangur þar sem við getum boðið upp á lifandi tónlist á þremur hæðum,“ segir Magnús. Áætlunin er að opna staðinn á næstu vikum og svo verður það prufukeyrt að hafa opið á milli Gauksins og Húrra um verslunarmannahelgina, á nýrri tónlistarhátíð á vegum skemmtistaðanna. Þá sé framtíðartsýnin að innangengt verði af Gauknum, sem er á horni Naustarinnar og Tryggvagötu, á Húrra. „Við erum að plana mjög stóra hátíð um verslunarmannahelgina sem heitir Hljóðhátíð í Eyrum og þá ætlum við að prufukeyra að vera með tónleika á öllum hæðum og fólk getur labbað innanhúss á milli allra staðanna. Þá ætlum við að sýna það að þetta er tónleikahöllin í miðbæ Reykjavíkur.“ Mikil vinna hefur farið í að mála staðinn upp á nýtt og færa hann aftur í gamalt horf.Aðsend Meðal þeirra listamanna sem munu stíga á svið á Hljóðhátíð í Eyrum eru Skoffín, Ottoman, Mighty Bear, Ólafur Kram, Ceasetone, Kælan Mikla, Volcanova, Vitage Caravan, Aragrúi, Lucy in Blue, Ásta, Flavor Fox, Supersport, Alchemia og Ari Árelíus. „Hljóðhátíð í Eyrum verður fyrsta skiptið sem við ætlum að prufa húsið í fullri mynd en við stefnum á að opna Húrra mjög fljótlega og áhugasamir geta fylgst með okkur á samfélagsmiðlum með það en Hljóðhátíðin verður prufukeyrslan á þessu konsefti: að þetta verði eitt stórt batterí.“ Endurkoma Gauks á stöng? „Í raun og veru verður þetta sama stemning og var á gamla Gauk á stöng en það verða mismunandi áherslupunktar á stöðunum af því að Gaukurinn er búinn að vera tónleikastaður í öll þessi hundrað ár og gefur sig út fyrir að vera tónlistarstaður sem er Queer-friendly staður og er með dragsýningar og fleira,“ segir Magnús. Húrra veðri meiri partý- og dansstaður. „Húrra verður meira með tónleika og meira partý og svo erum við að stefna á að það verði smá teknó-klúbbur í kjallaranum. Það verður ekkert rosalega stórt en við höfum prufukeyrt alls konar beinar útsendingar þarna niðri og þetta býður upp á mikla möguleika á að gefa danstónlistarsenunni á Íslandi smá heimili.“ Hér má sjá dansgólfið og sviðið sem búið er að skreyta. Aðsend Þegar gamla Húrra var breytt í íþróttakrána Gummi Ben sportsbar var málað yfir listaverk, sem voru upp um alla veggi og súlur á staðnum. Húrraunnendur þurfa þó ekki að örvænta en mikil vinna hefur farið í að skvetta litaverkum upp um alla veggi á nýja skemmtistaðnum. „Við fórum í það og erum búnir að vera í því núna, í gegn um allt Covid, að gera þetta eins mikið að gamla Húrra eins og það var. Við vildum auðvitað betrumbæta líka í leiðinni en allur tónleikasalurinn er þakinn verkum eftir íslenska listamenn og það verður mjög lifandi rými hvað varðar lita, bæði myndlist, tónlit og annað. Við tókum það alveg í gegn og viljum menningarsetrið Húrra aftur.“ Hann segir fólk ekki þurfa að bíða lengi eftir að geta heimsótt Húrra að nýju. „Það er engin föst dagsetning eins og er en hún er mun nær en fólk heldur þannig að það styttist óðfluga í þetta.“
Reykjavík Næturlíf Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent