Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 08:01 Trausti Lúkas Adamsson, dúx Menntaskólans á Akureyri, var í hlutastarfi í Bónus alla menntaskólagöngu. Verslunin er stolt af sínum manni. Bónus Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson. Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira