Seðlabanki braut ekki persónuverndarlög í máli Þorsteins Más Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 15:43 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði ekki betur gegn Seðlabanka Íslands hjá Persónuvernd. Vísir/Vilhelm Seðlabanka Íslands bar ekki skylda til að eyða upplýsingum, sem bankinn lagði hald á við húsleit hjá Samherja, og hafði bankinn lagalega skyldu til að afhenda héraðssaksóknara upplýsingarnar. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum. Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum.
Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27