Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Snorri Másson skrifar 22. júní 2021 16:46 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. Þar segir: „Rafskútuleigur gætu mögulega aukið öryggi notenda sinna með því að loka á þjónustu sína á föstudags- og laugardagskvöldum, ef reynslan bendir til að notendur séu að leigja rafskútur undir áhrifum áfengis.“ Enda þótt reynslan bendi sannarlega til þess arna, að notendur séu að leigja rafskúturnar undir áhrifum, telur framkvæmdastjórinn helgarbann ekki leiðina út úr þeim vanda. „Ég held að fólk þurfi fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér og ekki setjast upp á stýri þegar það er haugölvað. Það er auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri. Illframkvæmanlegt bann Það er ekki svo að fyrir liggi að bann á Hoppi um helgar sé vilji borgaryfirvalda, heldur var þessi möguleiki aðeins reifaður í nokkuð umfangsmikilli skýrslu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þó lýst yfir ánægju með hugmyndina, enda minnki hún líkurnar á ölvunarakstri. Sæunn segir Hopp orðinn það mikilvægan ferðamáta að það gangi illa upp að ætla að banna hann um helgar aðeins af því að fólk geti ekki passað sig. „Jafnvel þótt leigurnar yrðu bannaðar, hvað á þá að gera við allar einkaskúturnar? Og reiðhjól? Þetta er alveg galið og óframkvæmanlegt,“ segir Sæunn. Í skilmálum Hopp kemur fram að ekki sé leyfilegt að aka skútunum undir áhrifum og Sæunn segir að hver og einn verði að meta sitt ástand áður en farið er um borð. Sæunn kveðst ekki vilja draga úr alvarleika þeirra slysa sem hafa orðið, heldur taki fyrirtækið þeim mjög alvarlega. Tölfræðin sýni þó að af 5.000 innkomum á bráðamóttökuna í fyrra hafi 149 tilvik tengst rafskútum. Hún kallar þá eftir því að samanburður sé gefinn út á þeim slysum við aðrar gerðir slysa. Jáok, og nú a að banna rafskútur um helgar. Lol. Alvarleg slys á rafskútum, árlega: 0.Alvarleg slys á bílum, árlega: 170-300 (þar af 10-30 banaslys og 70 til viðbótar deyja vegna loftmengunar af völdum bíla Á HVERJU ÁRI). Gerum allt annað en bíla tortryggilegt. Bravó. 👏 https://t.co/8y3KWwSvFa— Björn Teitsson (@bjornteits) June 22, 2021 Gáleysi almennt á nóttinni Í umræddri skýrslu, sem VSÓ og Vegagerðin komu að, er fjallað um að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum. Verið er að vinna að rannsókn á rafskútuslysum í Svíþjóð en fyrstu niðurstöður benda til að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum, og á laugardagskvöldum verða einnig alvarlegustu slysin. Þá hafa þrjú af fjórum banaslysum, sem vitað er um að hafi orðið á rafskútum sem eru leigðar af hjólaleigum í Bandaríkjunum, orðið milli kl. 1 og 5 að nóttu. Það má því áætla að meira gáleysi sé almennt meðal notenda rafskúta á kvöldin og um nætur og líklegt er að neysla áfengis og vímuefna sé einnig meiri á þeim tíma. Þá má einnig áætla að léleg birtuskilyrði og myrkur auki slysahættu. Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglan Næturlíf Tengdar fréttir Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43 Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þar segir: „Rafskútuleigur gætu mögulega aukið öryggi notenda sinna með því að loka á þjónustu sína á föstudags- og laugardagskvöldum, ef reynslan bendir til að notendur séu að leigja rafskútur undir áhrifum áfengis.“ Enda þótt reynslan bendi sannarlega til þess arna, að notendur séu að leigja rafskúturnar undir áhrifum, telur framkvæmdastjórinn helgarbann ekki leiðina út úr þeim vanda. „Ég held að fólk þurfi fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér og ekki setjast upp á stýri þegar það er haugölvað. Það er auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri. Illframkvæmanlegt bann Það er ekki svo að fyrir liggi að bann á Hoppi um helgar sé vilji borgaryfirvalda, heldur var þessi möguleiki aðeins reifaður í nokkuð umfangsmikilli skýrslu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur þó lýst yfir ánægju með hugmyndina, enda minnki hún líkurnar á ölvunarakstri. Sæunn segir Hopp orðinn það mikilvægan ferðamáta að það gangi illa upp að ætla að banna hann um helgar aðeins af því að fólk geti ekki passað sig. „Jafnvel þótt leigurnar yrðu bannaðar, hvað á þá að gera við allar einkaskúturnar? Og reiðhjól? Þetta er alveg galið og óframkvæmanlegt,“ segir Sæunn. Í skilmálum Hopp kemur fram að ekki sé leyfilegt að aka skútunum undir áhrifum og Sæunn segir að hver og einn verði að meta sitt ástand áður en farið er um borð. Sæunn kveðst ekki vilja draga úr alvarleika þeirra slysa sem hafa orðið, heldur taki fyrirtækið þeim mjög alvarlega. Tölfræðin sýni þó að af 5.000 innkomum á bráðamóttökuna í fyrra hafi 149 tilvik tengst rafskútum. Hún kallar þá eftir því að samanburður sé gefinn út á þeim slysum við aðrar gerðir slysa. Jáok, og nú a að banna rafskútur um helgar. Lol. Alvarleg slys á rafskútum, árlega: 0.Alvarleg slys á bílum, árlega: 170-300 (þar af 10-30 banaslys og 70 til viðbótar deyja vegna loftmengunar af völdum bíla Á HVERJU ÁRI). Gerum allt annað en bíla tortryggilegt. Bravó. 👏 https://t.co/8y3KWwSvFa— Björn Teitsson (@bjornteits) June 22, 2021 Gáleysi almennt á nóttinni Í umræddri skýrslu, sem VSÓ og Vegagerðin komu að, er fjallað um að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum. Verið er að vinna að rannsókn á rafskútuslysum í Svíþjóð en fyrstu niðurstöður benda til að flest slysin verði á föstudags- og laugardagskvöldum, og á laugardagskvöldum verða einnig alvarlegustu slysin. Þá hafa þrjú af fjórum banaslysum, sem vitað er um að hafi orðið á rafskútum sem eru leigðar af hjólaleigum í Bandaríkjunum, orðið milli kl. 1 og 5 að nóttu. Það má því áætla að meira gáleysi sé almennt meðal notenda rafskúta á kvöldin og um nætur og líklegt er að neysla áfengis og vímuefna sé einnig meiri á þeim tíma. Þá má einnig áætla að léleg birtuskilyrði og myrkur auki slysahættu.
Samgöngur Samgönguslys Rafhlaupahjól Reykjavík Lögreglan Næturlíf Tengdar fréttir Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01 Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43 Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hopp vill leigja út bíla Hopp endurnýjaði allan flota sinn á höfuðborgarsvæðinu á dögunum með nýjustu kynslóð af rafskútum og undirstrikaði þar með yfirburði sína á íslenska rafskútumarkaðnum. Flotinn stækkaði um leið úr 300 í 1.100 hjól. 13. maí 2021 08:01
Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 15. maí 2021 14:43
Vindur í Reykjavík snarminnkar og er á pari við Kaupmannahöfn Meðalvindur í Reykjavík er á pari við vindinn í Kaupmannahöfn, eftir að hafa snarminnkað á undanfarinni hálfri öld. Það er engin tilviljun: Gróður og byggingar breyta öllu þar um. 29. maí 2021 07:01