Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 16:07 Það lítur út fyrir að Íslendingar ætli að ferðast innanlands í sumar líkt og í fyrra. Getty/Peter E Strokes Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira