Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 16:24 Árni Bragi Eyjólfsson var bestur í Olís-deildinni í vetur. Stöð 2 Sport Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“ Olís-deild karla KA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Árni Bragi var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar, krýndur markakóngur, hlaut Valdimarsbikarinn sem mikilvægasti leikmaðurinn og háttvísisverðlaunin. Guðjón Guðmundsson tók Árna Braga tali á verðlaunahófi HSÍ í dag og spurði hann út í þessa miklu velgengni hans í búningi KA: Klippa: Árni Bragi bestur í vetur og vill titil í Mosó „Ég var í umhverfi sem ég naut mín rosalega vel í. Allir mínir liðsfélagar, þjálfari og það traust sem ég hef fengið í vetur hefur skilað sér alveg út í gegn. Ég hef fundið fyrir því [traustinu] frá byrjun, lagði á mig það sem ég þurfti að gera og vissi að fólkið í kringum mann hafði trú á manni, og þá skilar maður sínu,“ sagði Árni Bragi sem virtist bara verða betri eftir því sem leið á tímabilið: „Ég hef oft sagt að ég fúnkeri vel í mikið af leikjum og minna af æfingum… Nei, nei. Það var mikill stígandi og maður fann að maður efldist með hverjum leik. Það besta fyrir leikmann þegar vel gengur er að það sé sem styst í næsta leik. Það gekk vonum framar,“ sagði Árni Bragi. Guðjón benti á að Árni Bragi hefði ekki verið svona góður með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, þar sem hann lék áður en hann kom til KA í fyrra. Hvað breyttist? „Það er hárrétt. Þarna kemur að andlegu hliðinni í íþróttunum. Eins og ég segi þá var ég í svo frábæru umhverfi [hjá KA] og fann strax fyrir svo miklu trausti frá Jonna [Jónatani Magnússyni, þjálfara] og öllum í kringum mig, til að láta manni líða vel. Maður blómstrar í því umhverfi sem manni líður vel í. Ég ætlaði mér stóra hluti í fyrra en komst sjálfur aldrei í gang og svo flautaði Covid mann heim. Þetta komst aldrei á flug, maður fann það snemma, svo ég er ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið menn sem að tóku svona vel á móti manni því það var ekki sjálfsagt,“ sagði Árni Bragi. Árni Bragi á lokahófi HSÍ @ArniBragi Besti leikmaður #olisdeildin karla Besti sóknarmaður Markahæsti leikmaður deildarinnar Háttvísisverðlaun Valdimarsbikarinn#LifiFyrirKA pic.twitter.com/PobopOyoGW— KA (@KAakureyri) June 23, 2021 Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu og snýr aftur í Mosfellsbæinn fyrir næstu leiktíð, tilbúinn í nýja áskorun: „Ég er ógeðslega spenntur fyrir henni. Mér finnst frábært að hafa getað komið norður og endurgoldið það traust sem KA-menn gáfu mér. Þeir höfðu trú á mér sem þeim leikmanni sem ég var og mér finnst ég hafa skilað því heim. Núna á ég bara eitt eftir og það er hjá hinum uppeldisklúbbnum. Okkur vantar einn titil þar og vonandi kemur hann.“
Olís-deild karla KA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira