Gray Line áætlar endurreisn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:37 Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line var eitt fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagninu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Vísir/Gray Line Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29