Söngur fyrir alla? Dagný Björk Guðmundsdóttir skrifar 24. júní 2021 21:33 Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Tónlist Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun