Ítalir í átta liða úrslit eftir framlengdan leik 26. júní 2021 21:36 Matteo Pessina fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum sínum. Carl Recine - Pool/Getty Images Ítalir eru komnir í átta liða úrslit EM eftir 1-0 sigur gegn Austurríkismönnum á Wembley í kvöld. Markalaust var þegar venjulegur leiktími var úti og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Ítalir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Austurríkismenn fengu ekki að sjá mikið af boltanum. Þrátt fyrir það náðu Ítalir ekki að skapa sér mikið af opnum marktækifærum. Ciro Immobile komst næst því að skora í hálfleiknum þegar fast skot hans utan teigs hafnaði í utanverðri stönginni. Seinni hálfleikur var nokkuð svipaður þeim fyrri. Austurríkismenn náðu þó að færa sig framar á völlinn og skapa sér nokkrar opnanir. Á 65.mínútu rataði fyrirgjöf utan af hægri kantinum á kollinn á David Alaba sem skallaði boltann aftur fyrir markið. Þar var mættur Marko Arnautovic sem skilaði boltanum í netið. Eftir nokkuð langa skoðun myndbandsdómara komust þeir að því að Arnautovic var rangstæður, og markið því réttilega dæmt af Austurríkismönnum. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn fyrir lok venjulegs leiktíma, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Það voru ekki liðnar nema tæpar fimm mínútur af framlengingunni þegar fyrsta mark leiksins leit loksins dagsins ljós. Þar var á ferðinni Federico Chiesa eftir stoðsendingu frá Leonardo Spinazzola, en Chiesa hafði komin inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Við þetta efldust leikmenn Ítalíu og þeir voru búnir að tvöfalda forystuna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Matteo Pessina kom þá boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Franceso Acerbi. Austurríkismenn neyddust til að koma framar á völlinn seinasta korterið og þeir fengu nokkur hálffæri til að minnka muninn. Sasa Kalajdzic gerði nákvæmlega það þegar hann skallaði hornspyrnu Louis Schaub í netið úr þröngu færi. Nær komust Austurríkismenn ekki og þeir eru því á heimleið á meðan Ítalir gera sig klára í átta liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Ítalir eru komnir í átta liða úrslit EM eftir 1-0 sigur gegn Austurríkismönnum á Wembley í kvöld. Markalaust var þegar venjulegur leiktími var úti og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Ítalir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Austurríkismenn fengu ekki að sjá mikið af boltanum. Þrátt fyrir það náðu Ítalir ekki að skapa sér mikið af opnum marktækifærum. Ciro Immobile komst næst því að skora í hálfleiknum þegar fast skot hans utan teigs hafnaði í utanverðri stönginni. Seinni hálfleikur var nokkuð svipaður þeim fyrri. Austurríkismenn náðu þó að færa sig framar á völlinn og skapa sér nokkrar opnanir. Á 65.mínútu rataði fyrirgjöf utan af hægri kantinum á kollinn á David Alaba sem skallaði boltann aftur fyrir markið. Þar var mættur Marko Arnautovic sem skilaði boltanum í netið. Eftir nokkuð langa skoðun myndbandsdómara komust þeir að því að Arnautovic var rangstæður, og markið því réttilega dæmt af Austurríkismönnum. Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn fyrir lok venjulegs leiktíma, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Það voru ekki liðnar nema tæpar fimm mínútur af framlengingunni þegar fyrsta mark leiksins leit loksins dagsins ljós. Þar var á ferðinni Federico Chiesa eftir stoðsendingu frá Leonardo Spinazzola, en Chiesa hafði komin inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Við þetta efldust leikmenn Ítalíu og þeir voru búnir að tvöfalda forystuna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Matteo Pessina kom þá boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Franceso Acerbi. Austurríkismenn neyddust til að koma framar á völlinn seinasta korterið og þeir fengu nokkur hálffæri til að minnka muninn. Sasa Kalajdzic gerði nákvæmlega það þegar hann skallaði hornspyrnu Louis Schaub í netið úr þröngu færi. Nær komust Austurríkismenn ekki og þeir eru því á heimleið á meðan Ítalir gera sig klára í átta liða úrslitin. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti