Erlent

Fjórir látnir og 159 nú saknað í Miami

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að hin fjörutíu ára gamla bygging á horni Collins-strætis og 88. strætis hrundi snemma á fimmtudagsmorgun.
Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að hin fjörutíu ára gamla bygging á horni Collins-strætis og 88. strætis hrundi snemma á fimmtudagsmorgun. AP

Fjórir hafa fundist látnir og 159 er enn saknað eftir að tólf hæða íbúðablokk hrundi í Miami á Flórída í gærmorgun.

Borgarstjóri Miami-Dade segir að enn standi vonir til að hægt sé að finna fólk á lífi í rústunum. Leitarlið hefur nú verið að störfum í hálfan annan sólarhring, en hljóð hafa heyrst frá fólk sem talið er vera grafið í rústunum.

Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að hin fjörutíu ára gamla bygging á horni Collins-strætis og 88. strætis hrundi snemma á fimmtudagsmorgun.

Búið er að hafa uppi á 102 einstaklingum, en óljóst er hve margir hafi verið í byggingunni þegar byggningin hrundi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir neyðarástandi í Flórída sem þýðir að stofnanir alríkisstjórnarinnar geti aðstoðað við björgunarstörfin.

Notast hefur verið við sérstakar myndavélar og sérþjálfaða hunda í leikinni. Björgunarlið hefur meðal annars farið niður í bílakjallara hússins og reynt að leita að fólki á lífi ofar.


Tengdar fréttir

Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×