Sterkt samstarf frændþjóða Oddný Harðardóttir skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Norðurlandaráð Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar