Leyfðu sér ekki að missa vonina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 11:10 Umfangsmikil leit stóð yfir af bandarískum ferðamanni í gær og fyrradag. Vísir/Vilhelm Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni. Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.” Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45
Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24