Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2021 21:49 Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var hissa þegar dómari leiksins flautaði leikinn af í kvöld. Vísir/Daníel Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. „Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð strax eftir leik eru svekkelsi með síðustu sekúndurnar þar sem er flautað af þegar við erum komnir einir í gegn. Sérstaklega í ljósi þess að þegar þeir eru 1-0 yfir þá eru þeir heillengi að taka allar aukaspyrnur og öll horn og allt þetta. Mér fannst okkur refsað fyrir það í þessu tilviki“ sagði Ólafur en í lok leiksins var flautaði Helgi Mikael leikinn af eftir að Valsmenn höfðu tekið horn, því hreinsað frá og Djair Parfitt-Williams við það að sleppa einn í gegn. Fylkismenn reiddust mikið út í Helga og meðal annars fékk Ragnar Bragi, fyrirliði Fylkis, gult spjald. „Það eru tilfinningar í þessu og menn mega rífast aðeins. Það er bara jákvætt.“ sagði Ólafur. Fylkisliðinu tókst ekki að skapa sér mörg færi en gáfust ekki upp. Þeir uppskáru svo jöfnunarmark á 89. Mínútu. „Við hefðum kannski mátt skapa okkur örlítið fleiri færi. Mér fannst spilið úti á velli mjög gott hjá okkur og við erum að komast í ágætar stöður en vantar endapunktinn á þetta. Við skorum svo frábært mark sem Arnór Borg, sem er búinn að vera meiddur, kemur inn og setur þetta mark fyrir okkur.“ Fylkir eru sem stendur með 11 stig í 7.sæti deildarinnar. Ólafur hefði viljað vera með fleiri stig. „Við getum alveg litið á einhverja leiki þar sem við hefðum viljað fá fleiri stig en staðan er bara svona og við erum bara bjartsýnir. Þetta hafa verið núna þrír góðir leikir og vonandi heldur það áfram.” Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Valur og Fylkir skyldu jöfn í Pepsi Max deild karla í kvöld. Valsmenn gátu aukið forskot sitt í sjö stig á toppnum, en mark frá Arnóri Borg Guðjohnsen undir lokin sá til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín. Lokatölur 1-1 og Valsmenn geta nagað sig í handabökin eftir þennan leik. 27. júní 2021 21:10