Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 09:01 Blikar fögnuðu að sjálfsögðu vel eftir sigurmark Andra Rafns Yeoman. vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira